Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 06:44 Guðrún Hafsteinsdóttir segir Kristrúnu Frostadóttur vera þagga niður í gagnrýni. Samsett/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. „Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“ Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira