Hvar er fyrirsjáanleikinn, forsætisráðherra? Monika Margrét Stefánsdóttir skrifar 24. júní 2025 13:31 Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun