Að reikna veiðigjald af raunverulegum aflaverðmætum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 25. júní 2025 08:02 Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Kvótakerfið var sett á á sínum tíma til þess einmitt að stýra veiðum okkar í lögsögu Íslands. Það var ljóst á þeim tíma, og er enn í dag, að kerfið þarf að þróast þannig að meiri sátt muni ríkja um þessa mikilvægu auðlind okkar. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem starfa í greininni séu stöndug og að greinin heilt yfir standi vel. Það er auðvitað mjög jákvætt að greinin standi vel og það er mikilvægt að við stuðlum að því að svo verði áfram. Það er enda þannig að þrátt fyrir þá leiðréttingu á reiknistofni veiðigjalds sem verið er að innleiða þá verður staða greinarinnar áfram mjög sterk. Tölur sem teknar eru saman fyrir geirann staðfesta það. Þær sýna að hagnaður hans var um 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna. Eigið fé íslensk sjávarútvegs, sá auður sem er eftir inni í fyrirtækjunum utan við allan arðinn sem greiddur hefur verið eigendum, er mjög líklega komið yfir 500 milljarða króna. Hverju er verið að breyta? Það sem er til umræðu á Alþingi er einfaldlega leiðrétting á reiknistofni veiðigjalds. Það er ekki verið að hækka þá prósentu sem myndar veiðigjaldið. Hún verður áfram 33% af afkomu fiskveiða. Það er einfaldlega verið að segja að veiðigjaldið reiknist af raunverulegum aflaverðmætum. Það er verið að horfa til markaðsverðs aflans. Það er mikilvægt að gagnsæi sé í því hvað liggur til grundvallar þegar opinber gjöld eru lögð á og að þau gjöld séu í réttu hlutfalli við verðmætin sem liggja að baki. Hér á landi er ekki aðskilnaður á milli veiða og vinnslu sem gerir það að verkum að fjölmörg fyrirtæki eiga bæði skipin sem eru á veiðum og svo fiskvinnsluna í landi. Þetta gerir það að verkum að það er ekki öruggt að aflinn sé seldur þar á því markaðsverði sem er á viðkomandi afla. Því er milliverðlagning notuð til að reikna verðmæti aflans við uppgjör, til dæmis á launum sjómanna, enda eru sjómenn í hlutaskiptakerfi og fá laun greidd sem hlutfall af aflanum. Þessi leiðrétting hefur hins vegar ekki áhrif á þessa milliverðlagningu og kemur því ekki í veg fyrir að fyrirtækin notist áfram við þá verðlagningu þegar kemur að uppgjöri innan fyrirtækisins. Þó væri að sjálfsögðu eðlilegast að miða við raunveruleg aflaverðmæti, miða við markaðsverð. Í þinglegri meðferð hefur verið gerð tillaga að breytingu á frumvarpinu. Fjölmargar ábendingar komu fram um að lítil og meðalstór fyrirtæki væru verr í stakk búin að takast á við að greiða hærra veiðigjald. Því lagði atvinnuveganefnd Alþingis til breytingatillögu sem felur í sér að frítekjumarki verði breytt á þann veg að afsláttur fari í 65% úr 40% af veiðigjöldum upp í 15 milljónir króna. Auk þess verði afsláttur færður í 45% af næstu 55 milljónunum króna. Með þessu móti er komið til móts við þær áhyggjur sem af þessu hlýst. Sem dæmi má nefna að útgerðir sem borga á bilinu 1-10 milljónir króna í veiðigjald áttu að greiða 58% hærri veiðigjöld samkvæmt upphaflega frumvarpinu. Eftir breytinguna mun hækkun þeirra verða, að meðaltali, um 17%. Þær útgerðir sem munu greiða þorra þeirra viðbótar veiðigjalda sem falla til eru stærstu útgerðir landsins, þær sem velta tugum milljarða króna. Það er afar mikilvægt að þjóðin fái sanngjarnt endurgjald af nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að sátt sé aukin um íslenskan sjávarútveg. Íslenskt samfélag þarf að byggja upp þá innviði sem hafa á undanförnum áratug setið á hakanum og endurspeglast í dag í mikilli innviðaskuld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í atvinnuveganefnd.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun