Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar 25. júní 2025 16:32 Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags. Fólk og fjármagn dregið á braut Fyrir nokkrum áratugum urðu bæir og þorp á Vestfjörðum hart úti. Upp úr 1980 gengu byggðirnar í gegnum mikið niðurlægingar- og samdráttarskeið þegar ofveiði hafði kallað á að brugðist yrði við henni með upptöku kvótakerfis. Við bættist óstöðugleiki í efnahagsmálum, síendurteknar gengisfellingar, verðbólga og ríkisafskipti sem drógu kraft úr athafnafólki og skyggðu á fyrirsjáanleika atvinnulífsins. Skipin voru seld, fyrirtæki hættu rekstri og fólkið flutti burt. Eldra fólk á Vestfjörðum minnist þess tíma sem samfelldrar martraðar þegar systurnar Ofstjórn og Óstjórn réðu ríkjum. Vaknað af vetrardvala Síðustu ár hafa Vestfirðir vaknað af vetrardvala. Nýsköpun hefur eflst á mörgum sviðum og slagkraftur atvinnulífsins hefur vaxið með aukinni fjárfestingagetu. Efnahags- og menningarlíf er í blóma. Hátt atvinnustig á Vestfjörðum hefur ýtt undir fólksfjölgun. Nemendur á öllum skólastigum hafa ekki verið fleiri í tugi ára. Fjölbreytt fyrirtæki huga mörg að því að ráða fleira fólk og að frekari fjárfestingum. Rekstur sveitarfélaganna gengur betur. Skattspor Vestfirðinga stækkar sem aldrei fyrr, landsmönnum öllum til ábata. - Krafturinn er þvílíkur að rætt er um vestfirska efnahagsævintýrið í þessu sambandi. Líklega 100 milljarðar Skattaframlag Vestfjarða undanfarin fimm ár var 30 milljarðar króna og fyrirsjáanlegt er að næstu fimm ár verði skattaframlagið 60 milljarðar króna og leggjast við það til viðbótar 40 milljarðar króna vegna aukaskattgreiðslna við sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar. Adam ekki lengi í Paradís En Adam var ekki lengi í Paradís. Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega. Allt lagt undir Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika. Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist. Ég þekki persónulega til fjölskyldna sem lögðu allt undir og töpuðu öllu. En fjölskyldurnar stóðu saman og með harðfylgni og vinnusemi komu þær undir sér fótunum aftur og áratug síðar var rekstur víðast kominn í ásættanlegt horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum hafa aukið veltu og umsvif. Að sama skapi hefur skattspor rekstrarins aukist og þar með framlag til rekstrar þjóðfélagsins. Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi. Sovésk eignaupptaka Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda. Útreikningarnir koma frá Skattinum, stofnun sem við flest virðum og treystum upplýsingum frá. Þeir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar munu enda með ósköpum. Verjum lífvænlegar landsbyggðir Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er Vestfirðingur og áhugamaður um lífvænlegar landsbyggðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags. Fólk og fjármagn dregið á braut Fyrir nokkrum áratugum urðu bæir og þorp á Vestfjörðum hart úti. Upp úr 1980 gengu byggðirnar í gegnum mikið niðurlægingar- og samdráttarskeið þegar ofveiði hafði kallað á að brugðist yrði við henni með upptöku kvótakerfis. Við bættist óstöðugleiki í efnahagsmálum, síendurteknar gengisfellingar, verðbólga og ríkisafskipti sem drógu kraft úr athafnafólki og skyggðu á fyrirsjáanleika atvinnulífsins. Skipin voru seld, fyrirtæki hættu rekstri og fólkið flutti burt. Eldra fólk á Vestfjörðum minnist þess tíma sem samfelldrar martraðar þegar systurnar Ofstjórn og Óstjórn réðu ríkjum. Vaknað af vetrardvala Síðustu ár hafa Vestfirðir vaknað af vetrardvala. Nýsköpun hefur eflst á mörgum sviðum og slagkraftur atvinnulífsins hefur vaxið með aukinni fjárfestingagetu. Efnahags- og menningarlíf er í blóma. Hátt atvinnustig á Vestfjörðum hefur ýtt undir fólksfjölgun. Nemendur á öllum skólastigum hafa ekki verið fleiri í tugi ára. Fjölbreytt fyrirtæki huga mörg að því að ráða fleira fólk og að frekari fjárfestingum. Rekstur sveitarfélaganna gengur betur. Skattspor Vestfirðinga stækkar sem aldrei fyrr, landsmönnum öllum til ábata. - Krafturinn er þvílíkur að rætt er um vestfirska efnahagsævintýrið í þessu sambandi. Líklega 100 milljarðar Skattaframlag Vestfjarða undanfarin fimm ár var 30 milljarðar króna og fyrirsjáanlegt er að næstu fimm ár verði skattaframlagið 60 milljarðar króna og leggjast við það til viðbótar 40 milljarðar króna vegna aukaskattgreiðslna við sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar. Adam ekki lengi í Paradís En Adam var ekki lengi í Paradís. Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega. Allt lagt undir Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika. Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist. Ég þekki persónulega til fjölskyldna sem lögðu allt undir og töpuðu öllu. En fjölskyldurnar stóðu saman og með harðfylgni og vinnusemi komu þær undir sér fótunum aftur og áratug síðar var rekstur víðast kominn í ásættanlegt horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum hafa aukið veltu og umsvif. Að sama skapi hefur skattspor rekstrarins aukist og þar með framlag til rekstrar þjóðfélagsins. Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi. Sovésk eignaupptaka Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda. Útreikningarnir koma frá Skattinum, stofnun sem við flest virðum og treystum upplýsingum frá. Þeir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar munu enda með ósköpum. Verjum lífvænlegar landsbyggðir Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er Vestfirðingur og áhugamaður um lífvænlegar landsbyggðir.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun