„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Þau tímamót urðu í dag að þingmenn í minni- og meirihluta atvinnuveganefndar, þeir Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokki og Eiríkur Björn Björgvinsson þingmaður Viðreisnar, voru sammála um tölur sem fram hafa komið varðandi veiðigjaldafrumvarpið. Vísir Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram. Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira