„Erfiðasti tíminn í mínu lífi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 09:30 Johann Andre Forfang hefur upplifað erfiða tíma síðan það komst upp um svindlið. Hann heldur fram sakleysi sínu og segir ekkert hafa vitað. Getty/Marcin Golba Skíðastökkvararnir Johann André Forfang og Marius Lindvik voru svörtu sauðirnir í norskum íþróttum í vetur eftir að þeir voru báðir dæmdir úr keppni fyrir svindl. Þeir Forfang og Lindvik notuðu ólöglega keppnisbúninga í keppni sem gaf þeim meiri möguleika á að svífa betur. Þetta komst upp og varð að miklu fjölmiðlafári í skíðaheiminum. Forfang endaði í fimmta sæti í keppninni og Marius Lindvik varð annar. Báðir voru dæmdir úr leik. Eftir keppnina viðurkenndu forráðamenn norska skíðastökkslandsliðsins að þeir hefðu svindlað með búningana og í framhaldinu hefur verið ein alls herjar hreinsun í gangi innan norska liðsins. Landsliðsþjálfarinn Marius Brevig er meðal þeirra sem voru látnir fjúka. Forfang og Lindvik héldu því fram að þeir hafi ekkert vitað um svindlið og að þeir hefðu aldrei keppt vitandi að það væri búið að eiga við búningana. Það var þeirra eina yfirlýsing þeirra vegna málsins en síðan hafa þeir forðast öll viðtöl. Forfang ræddi málið fyrst í gær þegar hann fór í stutt viðtal við TV2 sjónvarpsstöðina. „Þetta hafa verið erfiðir dagar og reynt mikið á mann andlega,“ sagði Johann André Forfang. „Þetta hefur líklegast verið erfiðasti tíminn í mínu lífi. Ég ætla ekki að leyna því,“ sagði Forfang. Margir norskir skíðastökkvarar voru dæmdir í keppnisbann vegna málsins en þeir eru allir lausir úr banninu fyrir næsta tímabil. Málið er þó enn í rannsókn og því enn ekki vitað hverjir eftirmálarnir verða. Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. 4. júní 2025 06:32 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. 14. mars 2025 09:01 Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Norsku skíðastökkvararnir Marius Lindvik og Johann André Forgang segjast ekki hafa vitað að átt hefði verið við búninga þeirra. 11. mars 2025 15:48 Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Þeir Forfang og Lindvik notuðu ólöglega keppnisbúninga í keppni sem gaf þeim meiri möguleika á að svífa betur. Þetta komst upp og varð að miklu fjölmiðlafári í skíðaheiminum. Forfang endaði í fimmta sæti í keppninni og Marius Lindvik varð annar. Báðir voru dæmdir úr leik. Eftir keppnina viðurkenndu forráðamenn norska skíðastökkslandsliðsins að þeir hefðu svindlað með búningana og í framhaldinu hefur verið ein alls herjar hreinsun í gangi innan norska liðsins. Landsliðsþjálfarinn Marius Brevig er meðal þeirra sem voru látnir fjúka. Forfang og Lindvik héldu því fram að þeir hafi ekkert vitað um svindlið og að þeir hefðu aldrei keppt vitandi að það væri búið að eiga við búningana. Það var þeirra eina yfirlýsing þeirra vegna málsins en síðan hafa þeir forðast öll viðtöl. Forfang ræddi málið fyrst í gær þegar hann fór í stutt viðtal við TV2 sjónvarpsstöðina. „Þetta hafa verið erfiðir dagar og reynt mikið á mann andlega,“ sagði Johann André Forfang. „Þetta hefur líklegast verið erfiðasti tíminn í mínu lífi. Ég ætla ekki að leyna því,“ sagði Forfang. Margir norskir skíðastökkvarar voru dæmdir í keppnisbann vegna málsins en þeir eru allir lausir úr banninu fyrir næsta tímabil. Málið er þó enn í rannsókn og því enn ekki vitað hverjir eftirmálarnir verða.
Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. 4. júní 2025 06:32 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. 14. mars 2025 09:01 Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Norsku skíðastökkvararnir Marius Lindvik og Johann André Forgang segjast ekki hafa vitað að átt hefði verið við búninga þeirra. 11. mars 2025 15:48 Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. 4. júní 2025 06:32
Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. 14. mars 2025 09:01
Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Norsku skíðastökkvararnir Marius Lindvik og Johann André Forgang segjast ekki hafa vitað að átt hefði verið við búninga þeirra. 11. mars 2025 15:48
Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00