Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 30. júní 2025 11:01 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög ASÍ Steinunn Bragadóttir Mest lesið Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar