„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 18:02 Viðræður um þinglok sigldu í strand um helgina. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. „Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira