Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 23:51 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Trés lífsins. Vísir/Sigurjón Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja. Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja.
Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira