Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 07:32 Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni og öll erum við aðstandendur. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina, afrakstur vísindastarfs um allan heim, sem leiðir bæði til þess að almennt lifir fólk lengur, eftir að hafa fengið krabbamein og dánartíðni af völdum þess lækkar. Það er sem betur fer þróunin hér á landi þar sem árangurinn er mjög góður. Það er heldur að létta til en á sama tíma eru blikur á lofti. Krabbameinsfélagið hefur lengi vakið athygli á nauðsyn þess að koma upp skýrri, tímasettri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun um hvernig takast eigi á við þær stóru áskoranir sem fylgja hraðri fjölgun krabbameinstilvika og sívaxandi hópi fólks sem þarf margs konar heilbrigðisþjónustu eftir krabbamein. Að meðaltali greindust 2.055 krabbameinstilvik á árunum 2019–2024 en Krabbameinsfélagið spáir að tilvikin verði um 3.000 talsins árið 2040. Í lok árs 2024 voru 19.154 á lífi sem höfðu fengið krabbamein, spár benda til að hópurinn telji að minnsta kosti 27.000 árið 2040. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Til samanburðar voru krabbameinstilvikin að meðaltali 1.190 á árunum 1999–2003. Fjölgunin nemur þannig 67% á 20 ára tímabili, langt umfram íbúafjölgun, og fram til ársins 2040 er spáð um 50% aukningu til viðbótar. Heilbrigðisþjónustan ræður illa við fjöldann í dag og er ekki í stakk búin til að taka við aukningunni að óbreyttu. Á bakvið allar þessar tölur er svo auðvitað mikill fjöldi fólks. Það er krefjandi verkefni fyrir einstaklinga og fjölskyldur að takast á við krabbamein og því fylgir mikil óvissa. Spurningin sem blasir við íslensku samfélagi er hvernig við ætlum standa með öllu þessu fólki og bregðast við einni stærstu heilbrigðisáskorun samtímans. Forgangsröðum við fjármunum til að tryggja bestu mögulega meðferð og stuðning þannig að hægt sé að njóta lífsins með og eftir krabbamein? Gerum við allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að fólk fái krabbamein. Höfum við kjark til að taka ákvarðanir sem leiða til að færri fái krabbamein í framtíðinni? Erum við tilbúin til að gera breytingar í skattamálum, auka hreyfingu á öllum skólastigum eða halda í takmarkanir á áfengissölu, svo eitthvað sé nefnt? Afstaða Krabbameinsfélagsins er skýr en við þurfum afgerandi svör og skýra stefnu frá stjórnvöldum. Metnaðarfullt starfsfólk en við þurfum stjórnvöld með af fullu afli Bið eftir geislameðferðum við sumum krabbameinum er komin langt úr hófi fram, vísbendingar eru um að bið eftir skurðaðgerðum, við sumum meinum, sé líka að lengjast og við höfum dregist aftur úr varðandi innleiðingu krabbameinslyfja. Krabbameinsfélagið hefur í nokkur ár talað fyrir brýnni þörf fyrir nýja dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, sem löngu hefur sprengt utan af sér húsnæðið. Eins og áður sagði fær hluti fólks með krabbamein ekki geislameðferð á réttum tíma, vegna þess að nauðsynlegt húsnæði, tækjabúnaður og starfsfólk er ekki til staðar. Í raun eru dökkir skýjabakkar framundan, sem ógna árangri hér á landi og geta gert það að verkum að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðunum. Krabbameinsfélagið er með stærstu hagsmunasamtökunum hér á landi og lætur sig allt varða er snýr að krabbameinum. Félagið fundaði nýverið með forstjóra og forsvarsfólki krabbameinsþjónustunnar á Landspítala og lýsti þar áhyggjum sínum bæði varðandi stöðuna í dag og til framtíðar. Sem betur fer talaði félagið ekki fyrir daufum eyrum á fundinum. Engum dylst að gríðarlegur metnaður er hjá starfsfólki spítalans um að krabbameinsþjónusta hér á landi sé fyrsta flokks. Sama gildir um starfsfólk á öðrum heilbrigðisstofnunum sem sinna fólki með krabbamein. Vinna við að þróa krabbameinsþjónustu Landspítala þannig að hún fái alþjóðlega gæðavottun sýnir metnaðarfull markmið. Slík vottun er mikið hagsmunamál fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Innan spítalans er einnig verið að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda dag- og göngudeildar til bráðabirgða og í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar er unnið að því að leysa bið eftir geislameðferð, bæði með aukinni mönnun, meðal annars með ráðningu starfsfólks erlendis frá og samningaumleitunum við sjúkrahús erlendis. En starfsfólkið gerir þetta ekki eitt síns liðs. Traustur stuðningur og skilningur stjórnvalda er nauðsynlegur. Baráttumál orðið að veruleika – en meira þarf til Þann 2. júní steig Alþingi mikilvægt skref með samþykkt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030. Óhætt er að segja að einhugur hafi verið á Alþingi í málinu, allir þingmennirnir 57 sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna studdu hana, þvert á flokka. Aðgerðaáætlunin er mjög gott fyrsta skref í átt að virkri krabbameinsáætlun og blæs okkur byr í brjóst en björninn er ekki unninn. Áætlunin er einungis að mjög litlu leyti fjármögnuð og nær ekki til allra þátta, til dæmis ekki húsnæðis, tækja, lyfjamála eða mönnunar. Hins vegar eru í henni aðgerðir sem munu skipta máli til að tryggja áframhaldandi lækkun dánartíðni, aukna lifun og bætt lífsgæði þess stóra hóps sem fær krabbamein og aðstandenda þeirra. Þetta reddast ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera tilbúin. Með skýrum, markvissum og víðtækum aðgerðum og réttri forgangsröðun fjármuna getur skýjabakkinn gefið eftir og sólin náð að skína. Almenningur leggur traust sitt á Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameinum sem félagið rekur fyrir öflugan stuðning fólksins í landinu. Félagið tekur hlutverk sitt sem öflugan málsvara almennings alvarlega og mun fylgjast þétt með framgangi mála, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Félagasamtök Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni og öll erum við aðstandendur. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina, afrakstur vísindastarfs um allan heim, sem leiðir bæði til þess að almennt lifir fólk lengur, eftir að hafa fengið krabbamein og dánartíðni af völdum þess lækkar. Það er sem betur fer þróunin hér á landi þar sem árangurinn er mjög góður. Það er heldur að létta til en á sama tíma eru blikur á lofti. Krabbameinsfélagið hefur lengi vakið athygli á nauðsyn þess að koma upp skýrri, tímasettri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun um hvernig takast eigi á við þær stóru áskoranir sem fylgja hraðri fjölgun krabbameinstilvika og sívaxandi hópi fólks sem þarf margs konar heilbrigðisþjónustu eftir krabbamein. Að meðaltali greindust 2.055 krabbameinstilvik á árunum 2019–2024 en Krabbameinsfélagið spáir að tilvikin verði um 3.000 talsins árið 2040. Í lok árs 2024 voru 19.154 á lífi sem höfðu fengið krabbamein, spár benda til að hópurinn telji að minnsta kosti 27.000 árið 2040. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Til samanburðar voru krabbameinstilvikin að meðaltali 1.190 á árunum 1999–2003. Fjölgunin nemur þannig 67% á 20 ára tímabili, langt umfram íbúafjölgun, og fram til ársins 2040 er spáð um 50% aukningu til viðbótar. Heilbrigðisþjónustan ræður illa við fjöldann í dag og er ekki í stakk búin til að taka við aukningunni að óbreyttu. Á bakvið allar þessar tölur er svo auðvitað mikill fjöldi fólks. Það er krefjandi verkefni fyrir einstaklinga og fjölskyldur að takast á við krabbamein og því fylgir mikil óvissa. Spurningin sem blasir við íslensku samfélagi er hvernig við ætlum standa með öllu þessu fólki og bregðast við einni stærstu heilbrigðisáskorun samtímans. Forgangsröðum við fjármunum til að tryggja bestu mögulega meðferð og stuðning þannig að hægt sé að njóta lífsins með og eftir krabbamein? Gerum við allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að fólk fái krabbamein. Höfum við kjark til að taka ákvarðanir sem leiða til að færri fái krabbamein í framtíðinni? Erum við tilbúin til að gera breytingar í skattamálum, auka hreyfingu á öllum skólastigum eða halda í takmarkanir á áfengissölu, svo eitthvað sé nefnt? Afstaða Krabbameinsfélagsins er skýr en við þurfum afgerandi svör og skýra stefnu frá stjórnvöldum. Metnaðarfullt starfsfólk en við þurfum stjórnvöld með af fullu afli Bið eftir geislameðferðum við sumum krabbameinum er komin langt úr hófi fram, vísbendingar eru um að bið eftir skurðaðgerðum, við sumum meinum, sé líka að lengjast og við höfum dregist aftur úr varðandi innleiðingu krabbameinslyfja. Krabbameinsfélagið hefur í nokkur ár talað fyrir brýnni þörf fyrir nýja dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, sem löngu hefur sprengt utan af sér húsnæðið. Eins og áður sagði fær hluti fólks með krabbamein ekki geislameðferð á réttum tíma, vegna þess að nauðsynlegt húsnæði, tækjabúnaður og starfsfólk er ekki til staðar. Í raun eru dökkir skýjabakkar framundan, sem ógna árangri hér á landi og geta gert það að verkum að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðunum. Krabbameinsfélagið er með stærstu hagsmunasamtökunum hér á landi og lætur sig allt varða er snýr að krabbameinum. Félagið fundaði nýverið með forstjóra og forsvarsfólki krabbameinsþjónustunnar á Landspítala og lýsti þar áhyggjum sínum bæði varðandi stöðuna í dag og til framtíðar. Sem betur fer talaði félagið ekki fyrir daufum eyrum á fundinum. Engum dylst að gríðarlegur metnaður er hjá starfsfólki spítalans um að krabbameinsþjónusta hér á landi sé fyrsta flokks. Sama gildir um starfsfólk á öðrum heilbrigðisstofnunum sem sinna fólki með krabbamein. Vinna við að þróa krabbameinsþjónustu Landspítala þannig að hún fái alþjóðlega gæðavottun sýnir metnaðarfull markmið. Slík vottun er mikið hagsmunamál fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Innan spítalans er einnig verið að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda dag- og göngudeildar til bráðabirgða og í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar er unnið að því að leysa bið eftir geislameðferð, bæði með aukinni mönnun, meðal annars með ráðningu starfsfólks erlendis frá og samningaumleitunum við sjúkrahús erlendis. En starfsfólkið gerir þetta ekki eitt síns liðs. Traustur stuðningur og skilningur stjórnvalda er nauðsynlegur. Baráttumál orðið að veruleika – en meira þarf til Þann 2. júní steig Alþingi mikilvægt skref með samþykkt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030. Óhætt er að segja að einhugur hafi verið á Alþingi í málinu, allir þingmennirnir 57 sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna studdu hana, þvert á flokka. Aðgerðaáætlunin er mjög gott fyrsta skref í átt að virkri krabbameinsáætlun og blæs okkur byr í brjóst en björninn er ekki unninn. Áætlunin er einungis að mjög litlu leyti fjármögnuð og nær ekki til allra þátta, til dæmis ekki húsnæðis, tækja, lyfjamála eða mönnunar. Hins vegar eru í henni aðgerðir sem munu skipta máli til að tryggja áframhaldandi lækkun dánartíðni, aukna lifun og bætt lífsgæði þess stóra hóps sem fær krabbamein og aðstandenda þeirra. Þetta reddast ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera tilbúin. Með skýrum, markvissum og víðtækum aðgerðum og réttri forgangsröðun fjármuna getur skýjabakkinn gefið eftir og sólin náð að skína. Almenningur leggur traust sitt á Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameinum sem félagið rekur fyrir öflugan stuðning fólksins í landinu. Félagið tekur hlutverk sitt sem öflugan málsvara almennings alvarlega og mun fylgjast þétt með framgangi mála, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun