Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:03 Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun