Körfubolti

Wembanyama fær grænt ljós frá lækna­t­eymi Spurs

Siggeir Ævarsson skrifar
Victor Wembanyama hefur ekki spilað körfubolta síðan í byrjun febrúar
Victor Wembanyama hefur ekki spilað körfubolta síðan í byrjun febrúar Vísir/Getty

Victor Wembanyama er klár í að spila körfubolta á ný en hann hefur verið frá keppni síðan í febrúar eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina.

Wembanyama hefur verið á hliðarlínunni með San Antonio Spurs í sumardeildinni undanfarið og gæti því tekið þátt í einhverjum leikjum á næstunni til að koma sér í leikform fyrir komandi tímabil. 

Þrátt fyrir að vera að komast aftur af stað verður Wembanyama verði í leikmannahópi Frakklands á Eurobasket í lok sumars þar sem hann mun einbeita sér að endurhæfingu. Frakkar verða því án sinna hávöxnustu manna en Rudy Gobert verður heldur ekki með Frökkum á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×