„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. júlí 2025 21:34 Óskar Hrafn, þjálfari KR, fannst sýnir menn spila vel í kvöld. Vísir/Pawel KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn. „Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar. Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
„Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar.
Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira