Innlent

Von der Leyen dá­samaði út­sýnið á Reykja­víkur­flug­velli

Agnar Már Másson skrifar
„Þvílíkt útsýni,“ sagði Ursula von der Leyen í morgun er hún stóð á flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík.  „Þetta er bara byrjunin,“ svaraði Kristrún Frostadóttir og svo stigu þær um borð í Tf-Eir.
„Þvílíkt útsýni,“ sagði Ursula von der Leyen í morgun er hún stóð á flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík.  „Þetta er bara byrjunin,“ svaraði Kristrún Frostadóttir og svo stigu þær um borð í Tf-Eir. Stilla/Vísir

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. 

Kristrún sem bauð von der Leyen um um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar þær hittust á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þyrlan tók svo á loft og flaug í suðausturátt að Þorlákshöfn og þar hvarf vélin af flugkortum.

Kristrún faðmaði von der Leyen í morgun.Vísir/Bjarni Einarsson

„Þvílíkt útsýni,“ sagði von der Leyen í morgun er þær stóðu á flugvellinum í Vatnsmýrinni.

„Finnst þér þetta útsýni?“ svaraði Kristrún. „Þetta er bara byrjunin.“ 

Hún upplýsti von der Leyen að eldgos væri nýhafið og þær myndu fljúga yfir gossvæðið til að bera það augum. Þær stigu svo upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar segist lítið mega gefa upp um ferðir þyrlunnar af öryggisástæðum en viðurkennir að förinni sé meðal annars heitið að Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þar sem þær Kristrún og von der Leyen munu væntanlega skoða eldgosið sem staðið hefur yfir á svæðinu síðasta sólarhring.

Ursula von der Leyen.Vísir/Bjarni Einarsson

Von der Leyen dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Að sögn forsætisráðuneytisins var efnt til heimsóknarinnar í kjölfar fundar Kristrúnu með von der Leyen í Brussel í apríl.

Tilgangur heimsóknar framkvæmdastjórans er til að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftslagsmála.

Vísir/Bjarni Einarsson
Fáni Íslands og Evrópusambansins.Vísir/Bjarni Einarsson
Vísir/Bjarni Einarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×