Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 10:29 „Þvílíkt útsýni,“ sagði Ursula von der Leyen í morgun er hún stóð á flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík. „Þetta er bara byrjunin,“ svaraði Kristrún Frostadóttir og svo stigu þær um borð í Tf-Eir. Stilla/Vísir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Kristrún sem bauð von der Leyen um um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar þær hittust á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þyrlan tók svo á loft og flaug í suðausturátt að Þorlákshöfn og þar hvarf vélin af flugkortum. Kristrún faðmaði von der Leyen í morgun.Vísir/Bjarni Einarsson „Þvílíkt útsýni,“ sagði von der Leyen í morgun er þær stóðu á flugvellinum í Vatnsmýrinni. „Finnst þér þetta útsýni?“ svaraði Kristrún. „Þetta er bara byrjunin.“ Hún upplýsti von der Leyen að eldgos væri nýhafið og þær myndu fljúga yfir gossvæðið til að bera það augum. Þær stigu svo upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar segist lítið mega gefa upp um ferðir þyrlunnar af öryggisástæðum en viðurkennir að förinni sé meðal annars heitið að Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þar sem þær Kristrún og von der Leyen munu væntanlega skoða eldgosið sem staðið hefur yfir á svæðinu síðasta sólarhring. Ursula von der Leyen.Vísir/Bjarni Einarsson Von der Leyen dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Að sögn forsætisráðuneytisins var efnt til heimsóknarinnar í kjölfar fundar Kristrúnu með von der Leyen í Brussel í apríl. Tilgangur heimsóknar framkvæmdastjórans er til að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftslagsmála. Vísir/Bjarni Einarsson Fáni Íslands og Evrópusambansins.Vísir/Bjarni Einarsson Vísir/Bjarni Einarsson Evrópusambandið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Íslandsvinir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Kristrún sem bauð von der Leyen um um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar þær hittust á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þyrlan tók svo á loft og flaug í suðausturátt að Þorlákshöfn og þar hvarf vélin af flugkortum. Kristrún faðmaði von der Leyen í morgun.Vísir/Bjarni Einarsson „Þvílíkt útsýni,“ sagði von der Leyen í morgun er þær stóðu á flugvellinum í Vatnsmýrinni. „Finnst þér þetta útsýni?“ svaraði Kristrún. „Þetta er bara byrjunin.“ Hún upplýsti von der Leyen að eldgos væri nýhafið og þær myndu fljúga yfir gossvæðið til að bera það augum. Þær stigu svo upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar segist lítið mega gefa upp um ferðir þyrlunnar af öryggisástæðum en viðurkennir að förinni sé meðal annars heitið að Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þar sem þær Kristrún og von der Leyen munu væntanlega skoða eldgosið sem staðið hefur yfir á svæðinu síðasta sólarhring. Ursula von der Leyen.Vísir/Bjarni Einarsson Von der Leyen dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Að sögn forsætisráðuneytisins var efnt til heimsóknarinnar í kjölfar fundar Kristrúnu með von der Leyen í Brussel í apríl. Tilgangur heimsóknar framkvæmdastjórans er til að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftslagsmála. Vísir/Bjarni Einarsson Fáni Íslands og Evrópusambansins.Vísir/Bjarni Einarsson Vísir/Bjarni Einarsson
Evrópusambandið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Íslandsvinir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira