„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 12:15 Strandveiðibátar liggja hreyfingarlausir í höfn við Bolungarvík. vísir/Hafþór Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“ Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“
Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira