Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 17. júlí 2025 15:09 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. Á ríkisstjórnarfundi í gær var tekin sú ákvörðun að færa málefni byggðakerfisins, sem felur í sér meðal annars strandveiðar, frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Því fer málið úr umsjá Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra. Sjá nánar: Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins „Ég held að þetta hafi verið skoðað í gegnum tíðina en þetta snýst um það að við erum að skoða þetta byggðakerfi heildrænt, þetta er í samræmi við stefnuskrá stjórnvalda. Þetta er bara mjög rökrétt breyting,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er ákvörðun sem að allir una vel við og tryggir að það sé verið að skoða þennan byggðapott í samhengi við byggðastefnu stjórnvalda.“ Fann enga lausn Meðal þess sem stóð í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var að tíminn til strandveiða yrði lengdur í 48 daga. Hanna Katrín segir það hafa jafnvel verið of bratt að ætla ná breytingunni í gegn fyrir sumarið. Hún lagði fram frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að strandveiðimenn fengju sína 48 daga en það komst ekki í gegnum þingið fyrir sumarfrí. „Það er alveg ljóst að þannig á það að vera að meirihlutinn ræður en það breytir því ekki eins og alþjóð hefur fylgst með þessu málþófsmeti sem var slegið með veiðigjöldunum, það þýðir að tíminn var of skammur. Það er alltaf hægt að takast á um það hvort að stjórnarflokkarnir hafi beitt 71. grein þingskapalaga til að stöðva þetta mál of seint. Það er ákvörðun sem að flokkurinn þurfti að taka, þetta fór eins og það fór. Tíminn var of skammur,“ segir hún. „Stjórnarandstaðan, flokkarnir þrír, voru samstíga um að vilja ekki fá þetta strandveiðifrumvarp áfram og þá fór þetta eins og það fór. Það þýðir að strandveiðarnar voru stöðvaðar í gær af því ég fann ekki, og það er svo sem ástæðan af hverju ég lagði þetta mál fram, ég fann ekki grundvöll til þess að bæta í frekar en ég gerði. Ég fann þarna auka þúsund tonn á skiptimarkaði.“ Hanna Katrín segist ekki hafa fundið neinar leiðir til að lengja tímann þetta sumar. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið.“ Aðspurð hvort hún vilji koma skilaboðum til strandveiðimanna segist hún skilja vonbrigðin. „Ekki önnur en þau ég skil þau vonbrigði vel. Við reynum það sem við gátum og það má segja að það hafi verið bratt að fara inn í það að tryggja þetta núna í sumar þegar svo langt var liðið á fiskárið eins og raun bar vitni.“ Hyggjast halda áfram í haust Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem tryggir strandveiðar til 48 daga til frambúðar. „Þessi tilfærsla málefna strandveiða og annarra sértækra veiða er hluti af stærri mynd. Mynd sem mun skýra í haust þegar stjórnvöld leggja fram frumvarp sem tryggir veiðar til 48 daga til frambúðar.“ Hún segir frumvarpið verða lagt fram á fyrstu dögum nýs þings. „Við erum ekki minna ákveðin í því að klára málið í haust og sennilega mun það koma á fyrstu dögum þingsins.“ Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær var tekin sú ákvörðun að færa málefni byggðakerfisins, sem felur í sér meðal annars strandveiðar, frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Því fer málið úr umsjá Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra. Sjá nánar: Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins „Ég held að þetta hafi verið skoðað í gegnum tíðina en þetta snýst um það að við erum að skoða þetta byggðakerfi heildrænt, þetta er í samræmi við stefnuskrá stjórnvalda. Þetta er bara mjög rökrétt breyting,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er ákvörðun sem að allir una vel við og tryggir að það sé verið að skoða þennan byggðapott í samhengi við byggðastefnu stjórnvalda.“ Fann enga lausn Meðal þess sem stóð í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var að tíminn til strandveiða yrði lengdur í 48 daga. Hanna Katrín segir það hafa jafnvel verið of bratt að ætla ná breytingunni í gegn fyrir sumarið. Hún lagði fram frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að strandveiðimenn fengju sína 48 daga en það komst ekki í gegnum þingið fyrir sumarfrí. „Það er alveg ljóst að þannig á það að vera að meirihlutinn ræður en það breytir því ekki eins og alþjóð hefur fylgst með þessu málþófsmeti sem var slegið með veiðigjöldunum, það þýðir að tíminn var of skammur. Það er alltaf hægt að takast á um það hvort að stjórnarflokkarnir hafi beitt 71. grein þingskapalaga til að stöðva þetta mál of seint. Það er ákvörðun sem að flokkurinn þurfti að taka, þetta fór eins og það fór. Tíminn var of skammur,“ segir hún. „Stjórnarandstaðan, flokkarnir þrír, voru samstíga um að vilja ekki fá þetta strandveiðifrumvarp áfram og þá fór þetta eins og það fór. Það þýðir að strandveiðarnar voru stöðvaðar í gær af því ég fann ekki, og það er svo sem ástæðan af hverju ég lagði þetta mál fram, ég fann ekki grundvöll til þess að bæta í frekar en ég gerði. Ég fann þarna auka þúsund tonn á skiptimarkaði.“ Hanna Katrín segist ekki hafa fundið neinar leiðir til að lengja tímann þetta sumar. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið.“ Aðspurð hvort hún vilji koma skilaboðum til strandveiðimanna segist hún skilja vonbrigðin. „Ekki önnur en þau ég skil þau vonbrigði vel. Við reynum það sem við gátum og það má segja að það hafi verið bratt að fara inn í það að tryggja þetta núna í sumar þegar svo langt var liðið á fiskárið eins og raun bar vitni.“ Hyggjast halda áfram í haust Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem tryggir strandveiðar til 48 daga til frambúðar. „Þessi tilfærsla málefna strandveiða og annarra sértækra veiða er hluti af stærri mynd. Mynd sem mun skýra í haust þegar stjórnvöld leggja fram frumvarp sem tryggir veiðar til 48 daga til frambúðar.“ Hún segir frumvarpið verða lagt fram á fyrstu dögum nýs þings. „Við erum ekki minna ákveðin í því að klára málið í haust og sennilega mun það koma á fyrstu dögum þingsins.“
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira