Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 21:34 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, líst ekkert á heimsókn Ursulu von der Leyen hingað til lands. Vísir/Ívar Fannar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir líkt og flokksfélagar hennar er mótfallin aðild Íslands en segir Sjálfstæðisflokkinn leggja ríka áherslu á gott samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Lykilorðið er þarna samstarf en hún lítur ekki á aðild að Evrópusambandinu sem náið samstarf heldur erlend yfirráð. „Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki,“ skrifar Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum. Skref í átt að aðild án atkvæðagreiðslu Hún segir vendingar í sambandi Íslands og Evrópu undanfarna daga og vikur þurfa að ræða opinberlega. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði,“ segir hún. Hún segir ríkisstjórnina stíga stór og skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar. „Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð,“ segir Guðrún. Greinarmunur á samstarfi og yfirráðum Líkt og fyrr segir leggi Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á samstarf á hinu alþjóðlega sviði. „En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það,“ segir hún. „Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira