Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 16:51 Tekist er á um andgyðingslega hegðun og stjórnarskrárvarinn rétt. EPA Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur. Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur.
Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira