Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2025 08:03 Elvar Már er farinn frá Maroussi í Grikklandi og orðinn leikmaður Anwil Wloclawek í Póllandi. vísir / bjarni Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson var orðinn þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum í Grikklandi og samdi frekar við topplið í Póllandi. Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira