Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. júlí 2025 07:03 Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fram kemur í samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, undirritaði á dögunum að komið verði á nánu samstarfi við sambandið varðandi stjórn veiða úr deilistofnum. Enn fremur segir að í því felist einnig samstarf á vettvangi strandríkja og innan svæðisbundinna fiskveiðistofnana með samræmingu á afstöðu fyrir fundi fyrir augum og mögulegar sameiginlegar tillögur. Hvergi var minnzt á þetta í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins um samkomulagið. Ég hef bent á það í fyrri skrifum mínum um málið að með þessu fái Evrópusambandið aðkomu til að mynda að ákvarðanatöku Íslands um veiðar á makríl í íslenzku efnahagslögsögunni sem engir samningar eru til staðar um. Enn fremur að með samræmingu á afstöðu Íslands við afstöðu sambandsins fyrir milliríkjafundi felizt aðlögun að stefnu þess í þessum efnum. Viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins við skrifum mínum voru á þá leið að hafna því að um aðlögun væri að ræða þrátt fyrir það sem beinlínis segir í samkomulaginu. Athygli vekur að ekkert er þar minnzt á umræddan hluta þess. Þá segir ráðuneytið að um sé að ræða að mörgu leyti sambærilegt samkomulag og Ísland hafi haft við Bretland í nokkur ár. Hvergi er í því samkomulagi hins vegar minnzt á samræmingu á afstöðu fyrir milliríkjafundi eða sameiginlegar tillögur. Talsvert snúið gæti jú reynzt að samræma afstöðu Íslands bæði við afstöðu Evrópusambandsins og Bretlands sem gjarnan hafa deilt um skiptingu deilistofna. Með samkomulagi Hönnu Katrínu eru íslenzk stjórnvöld þannig í reynd að taka sér stöðu með Evrópusambandinu gegn öðrum strandríkjum við Norður-Atlantshaf. Þar á meðal í raun Íslandi enda höfum við Íslendingar að sama skapi iðulega átt í deilum við sambandið varðandi veiðar úr deilistofnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar