Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar 31. júlí 2025 14:00 Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferð Umferðaröryggi Verslunarmannahelgin Slysavarnir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun