Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Adam Silver er æðsti prestur innan NBA. Matthew Stockman/Getty Images Framkvæmdastjórinn Adam Silver og fleiri hæstráðendur NBA deildarinnar sóttu fundi víðsvegar um Evrópu í vikunni og voru síðast staddir í Madríd, höfuðborg Spánar. Stefnan er að stofna sameiginlega NBA-Evrópudeild á næstu árum. Með því að sannfæra Real Madrid um að taka þátt yrði stórt skref stigið í þá átt en fundir hafa verið haldnir með fleiri félögum. Real Madrid er stórveldi í evrópskum körfubolta og eitt af liðunum sem á fast sæti í EuroLeague, en sá samningur rennur út á næsta ári. NBA reynir nú að sannfæra Real Madrid um að segja skilið við EuroLeague og taka þátt í stofnun sameiginlegrar NBA-Evrópudeildar, eftir því sem kemur fram í umfjöllun The Athletic. Þar segir að ef Real Madrid slæst í hópinn muni önnur stórlið fylgja. Sameiginlega NBA-Evrópudeildin, sem óvíst er hvort og þá hvenær verði að raunleika, yrði sextán liða keppni liða úr NBA og EuroLeague, ásamt nýjum liðum úr stórborgum Evrópu. Einhver lið myndu eiga fast sæti í deildinni og önnur lið myndu öðlast þátttökurétt með góðum árangri í deildunum heima fyrir. Funduðu líka í Lundúnum og fara næst til Parísar NBA bindur ekki allar sínar vonir við Real Madrid og hefur fundað með fleirum. Fyrr í vikunni voru Adam Silver og stjórnendur NBA í Lundúnum, þar sem var gerður samningur um að NBA leikur Orlando Magic og Memphis Grizzlies fari fram í borginni í janúar. Þeir nýttu ferðina og funduðu í leiðinni með forráðamönnum fjögurra fjárfestingafyrirtækja, sem eru sögð áhugasöm um að stofna lið í NBA-Evrópudeildinni. Auk þess funduðu þeir í Lundúnum með forráðamönnum tyrkneska stórliðsins Galatasaray, sem er sagt áhugasamt um að taka þátt. Adam Silver og föruneyti hans mun næst fljúga til Parísar, höfuðborgar Frakklands, til að halda áfram samtali við eigendur PSG um að stofna körfuboltalið sem myndi taka þátt í deildinni. Martin og félagar gætu verið með Stjórnendur NBA hafa einnig hitt forráðamenn Alba Berlin í Þýskalandi, til að ræða möguleikann á því að fá liðið til að taka þátt í NBA-Evrópudeildinni. Alba Berlin tilkynnti í vor að liðið myndi ekki taka þátt í EuroLeague, sem er talið vera merki um áhuga á NBA-Evrópudeildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Real Madrid er stórveldi í evrópskum körfubolta og eitt af liðunum sem á fast sæti í EuroLeague, en sá samningur rennur út á næsta ári. NBA reynir nú að sannfæra Real Madrid um að segja skilið við EuroLeague og taka þátt í stofnun sameiginlegrar NBA-Evrópudeildar, eftir því sem kemur fram í umfjöllun The Athletic. Þar segir að ef Real Madrid slæst í hópinn muni önnur stórlið fylgja. Sameiginlega NBA-Evrópudeildin, sem óvíst er hvort og þá hvenær verði að raunleika, yrði sextán liða keppni liða úr NBA og EuroLeague, ásamt nýjum liðum úr stórborgum Evrópu. Einhver lið myndu eiga fast sæti í deildinni og önnur lið myndu öðlast þátttökurétt með góðum árangri í deildunum heima fyrir. Funduðu líka í Lundúnum og fara næst til Parísar NBA bindur ekki allar sínar vonir við Real Madrid og hefur fundað með fleirum. Fyrr í vikunni voru Adam Silver og stjórnendur NBA í Lundúnum, þar sem var gerður samningur um að NBA leikur Orlando Magic og Memphis Grizzlies fari fram í borginni í janúar. Þeir nýttu ferðina og funduðu í leiðinni með forráðamönnum fjögurra fjárfestingafyrirtækja, sem eru sögð áhugasöm um að stofna lið í NBA-Evrópudeildinni. Auk þess funduðu þeir í Lundúnum með forráðamönnum tyrkneska stórliðsins Galatasaray, sem er sagt áhugasamt um að taka þátt. Adam Silver og föruneyti hans mun næst fljúga til Parísar, höfuðborgar Frakklands, til að halda áfram samtali við eigendur PSG um að stofna körfuboltalið sem myndi taka þátt í deildinni. Martin og félagar gætu verið með Stjórnendur NBA hafa einnig hitt forráðamenn Alba Berlin í Þýskalandi, til að ræða möguleikann á því að fá liðið til að taka þátt í NBA-Evrópudeildinni. Alba Berlin tilkynnti í vor að liðið myndi ekki taka þátt í EuroLeague, sem er talið vera merki um áhuga á NBA-Evrópudeildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti