Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Adam Silver er æðsti prestur innan NBA. Matthew Stockman/Getty Images Framkvæmdastjórinn Adam Silver og fleiri hæstráðendur NBA deildarinnar sóttu fundi víðsvegar um Evrópu í vikunni og voru síðast staddir í Madríd, höfuðborg Spánar. Stefnan er að stofna sameiginlega NBA-Evrópudeild á næstu árum. Með því að sannfæra Real Madrid um að taka þátt yrði stórt skref stigið í þá átt en fundir hafa verið haldnir með fleiri félögum. Real Madrid er stórveldi í evrópskum körfubolta og eitt af liðunum sem á fast sæti í EuroLeague, en sá samningur rennur út á næsta ári. NBA reynir nú að sannfæra Real Madrid um að segja skilið við EuroLeague og taka þátt í stofnun sameiginlegrar NBA-Evrópudeildar, eftir því sem kemur fram í umfjöllun The Athletic. Þar segir að ef Real Madrid slæst í hópinn muni önnur stórlið fylgja. Sameiginlega NBA-Evrópudeildin, sem óvíst er hvort og þá hvenær verði að raunleika, yrði sextán liða keppni liða úr NBA og EuroLeague, ásamt nýjum liðum úr stórborgum Evrópu. Einhver lið myndu eiga fast sæti í deildinni og önnur lið myndu öðlast þátttökurétt með góðum árangri í deildunum heima fyrir. Funduðu líka í Lundúnum og fara næst til Parísar NBA bindur ekki allar sínar vonir við Real Madrid og hefur fundað með fleirum. Fyrr í vikunni voru Adam Silver og stjórnendur NBA í Lundúnum, þar sem var gerður samningur um að NBA leikur Orlando Magic og Memphis Grizzlies fari fram í borginni í janúar. Þeir nýttu ferðina og funduðu í leiðinni með forráðamönnum fjögurra fjárfestingafyrirtækja, sem eru sögð áhugasöm um að stofna lið í NBA-Evrópudeildinni. Auk þess funduðu þeir í Lundúnum með forráðamönnum tyrkneska stórliðsins Galatasaray, sem er sagt áhugasamt um að taka þátt. Adam Silver og föruneyti hans mun næst fljúga til Parísar, höfuðborgar Frakklands, til að halda áfram samtali við eigendur PSG um að stofna körfuboltalið sem myndi taka þátt í deildinni. Martin og félagar gætu verið með Stjórnendur NBA hafa einnig hitt forráðamenn Alba Berlin í Þýskalandi, til að ræða möguleikann á því að fá liðið til að taka þátt í NBA-Evrópudeildinni. Alba Berlin tilkynnti í vor að liðið myndi ekki taka þátt í EuroLeague, sem er talið vera merki um áhuga á NBA-Evrópudeildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Real Madrid er stórveldi í evrópskum körfubolta og eitt af liðunum sem á fast sæti í EuroLeague, en sá samningur rennur út á næsta ári. NBA reynir nú að sannfæra Real Madrid um að segja skilið við EuroLeague og taka þátt í stofnun sameiginlegrar NBA-Evrópudeildar, eftir því sem kemur fram í umfjöllun The Athletic. Þar segir að ef Real Madrid slæst í hópinn muni önnur stórlið fylgja. Sameiginlega NBA-Evrópudeildin, sem óvíst er hvort og þá hvenær verði að raunleika, yrði sextán liða keppni liða úr NBA og EuroLeague, ásamt nýjum liðum úr stórborgum Evrópu. Einhver lið myndu eiga fast sæti í deildinni og önnur lið myndu öðlast þátttökurétt með góðum árangri í deildunum heima fyrir. Funduðu líka í Lundúnum og fara næst til Parísar NBA bindur ekki allar sínar vonir við Real Madrid og hefur fundað með fleirum. Fyrr í vikunni voru Adam Silver og stjórnendur NBA í Lundúnum, þar sem var gerður samningur um að NBA leikur Orlando Magic og Memphis Grizzlies fari fram í borginni í janúar. Þeir nýttu ferðina og funduðu í leiðinni með forráðamönnum fjögurra fjárfestingafyrirtækja, sem eru sögð áhugasöm um að stofna lið í NBA-Evrópudeildinni. Auk þess funduðu þeir í Lundúnum með forráðamönnum tyrkneska stórliðsins Galatasaray, sem er sagt áhugasamt um að taka þátt. Adam Silver og föruneyti hans mun næst fljúga til Parísar, höfuðborgar Frakklands, til að halda áfram samtali við eigendur PSG um að stofna körfuboltalið sem myndi taka þátt í deildinni. Martin og félagar gætu verið með Stjórnendur NBA hafa einnig hitt forráðamenn Alba Berlin í Þýskalandi, til að ræða möguleikann á því að fá liðið til að taka þátt í NBA-Evrópudeildinni. Alba Berlin tilkynnti í vor að liðið myndi ekki taka þátt í EuroLeague, sem er talið vera merki um áhuga á NBA-Evrópudeildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira