Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 16:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Anton „Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“ Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir mikla fólksfjölgun hafa valdið spennu hér á landi og að þörf sé á breytingum svo hægt sé að ná utan um málaflokk innflytjenda og í senn draga úr áhyggjum fólks. Þorbjörg ræddi við Kristján Kristjánsson í nýjasta þætti Sprengisands á Bylgjunni en þar var til umræðu málefni innflytjenda og löggæsla. „Þetta mál lá þyngra á fólki en áður“ Kristján sagðist telja sig sjá vísbendingar í umræðu um útlendinga og kannski sérstaklega hælisleitendur og múslima, að hér á landi væri stækkandi hópur fólks sem væri mjög tortrygginn og hræddur í þeirra garð. Þessi hópur teldi fólkið fremja glæpi í stórum stíl. „Það er verið að ala á einhverskonar hugmynd um að það þurfi að loka landamærum og snúa algjörlega við stefnu okkar í innflutning fólks,“ sagði Kristján. Þessi málaflokkur heyrir að miklu leyti undir Þorbjörgu og spurði Kristján hvernig hún sæi stöðuna. Þorbjörg sagði spurninguna ekki litla. Útlendingamálin hér á landi væru, eins og víðast annars staðar, risavaxinn málaflokkur í öllu pólitísku samhengi. „Ég verð að segja að mér fannst ég finna mjög skýrt í síðustu kosningabaráttu, borið saman við fjórum árum áður, að þetta mál lá þyngra á fólki en áður. Maður finnur það alveg greinilega.“ Skýrt umboð „til að ná stjórn á aðstæðum“ Þorbjörg sagðist upplifa það sama varðandi afbrot. Fólk virtist hafa tilfinningu fyrir því að afbrotum færi fjölgandi. Að öryggistilfinning fólks fari minnkandi. Nauðsynlegt væri að leggja við hlustir. Hún sagðist líka sjá þá umræðu sem Kristján hefði vísað í. „Varðandi ríkisstjórnina og okkar hugmyndafræði, þá held ég að þegar við tölum um að við höfum fengið skýrt umboð til að innleiða okkar stefnu, þá muni það hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt þegar fólk upplifir að ríkisstjórnin er einhuga í útlendingamálum. Að við höfum fengið skýrt umboð til að fara í ákveðnar breytingar sem þarf að fara í, til að ná stjórn á aðstæðum,“ sagði Þorbjörg. Einnig þyrfti breytingar til að geta boðið því fólki sem kemur hingað til lands raunveruleg tækifæri til þátttöku í samfélaginu. „Að við séum ekki að elta fordæmi ákveðinna Norðurlanda, til dæmis, þar sem hópar útlendinga hafa orðið einhver jaðarhópur. Fyrst og fremst vegna þess að tækifæri til þátttöku hefur skort.“ Hún sagði vilja innan ríkisstjórnarinnar til að færa regluverk nær Norðurlöndunum, eða frekar taka ákveðnar séríslenskar reglur úr sambandi. Nefndi Þorbjörg að þess vegna hefði verið lagt fram frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar við ákveðnar aðstæður og frumvarp um afnám á reglu sem gerir það að verkum að fólk fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir að hafa verið hér í átján mánuði, dragist úr úrvinnslu mála þeirra. Hún sagði vilja til að ná betur um málaflokkinn og sinna fólkinu betur og vonandi draga úr áhyggjum fólks af því að hér hafi verið farið of geyst. Ástand eða ekki ástand Aðspurð hvort hún myndi taka undir það að hér ríkti einhverskonar ástand sem taka þyrfti á og vinda ofan af sagði Þorbjörg það velta á hvað verið væri að horfa á. Það væru staðreyndir að fólki hefði fjölgað mjög hér á landi frá 2017 og að það hefði haft mikil áhrif á húsnæðismarkað. „Ég heyrði í kosningabaráttunni kennara tala um að það væri flóknara að kenna í kennslustofum, til dæmis hér í Reykjavík. Þar er ekkert verið tala um hælisleitendur heldur einfaldlega útlendinga.“ Hún sagði hælisleitendur lítinn hluta þess fólks sem kæmi hingað til lands. Þrír fjórðu þeirra kæmu af Schengen-svæðinu. Fólk sem kæmi hingað til að vinna í ferðaþjónustu eða byggingageiranum. Það fólk væri rót hagvaxtar hér á landi. „Þetta er flóknara þegar það eru sex tungumál í bekknum. Heilbrigðisstarfsfólk segir það sama og lögreglufólk segir það sama. Þá auðvitað hlustar þú,“ sagð Þorbjörg. „Er það ástand? Já, það er ástand vegna þess að það hefur orðið kraftmikil breyting á mjög stuttum tíma.“ Hlusta má á Sprengisand í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Þorbjörgu hefst eftir tæpar 44 mínútur. Horfa þurfi á heildarmyndina Þorbjörg sagði að frá 2017 hefði fólksfjölgun hér á Íslandi verið fimmtánföld fólksfjölgun Evrópusambandsins. Það hefði auðvitað áhrif að fólki á Íslandi hefði fjölgað um 51 þúsund manns frá 2017 til 2024. Hins vegar væru hælisleitendur eingöngu lítill hópur þessa fólks og það skekkti umræðuna. „Það þarf að horfa á heildarmyndina. Hvað er að gerast á Íslandi? Kraftmikil fólksfjölgun á mjög stuttum tíma. Það eru engin geimvísindi að það hefur áhrif á húsnæðismarkað. Það getur búið til félagslega spennu, ef móttökurnar eru ekki eins og þær eiga að vera og framkallað, ég held þetta sé gróðrastýja fyrir ákveðin viðhorf.“ Kristján spurði hvort hér hefði verið ótti við að ræða þennan málaflokk á síðustu árum og hvort það hefði ekki þau áhrif að hægt væri að kasta fram hinum og þessum staðhæfingum því raunverulegar og sannar upplýsingar væru af skornum skammti. Þorbjörg tók undir það og sagði raunverulegu stöðuna þá að fólksfjölgun hefði myndað gríðarlega þrýsting á suðvesturhorni Íslands. Þá gagnrýndi hún síðustu ríkisstjórn landsins fyrir að hafa ekki gengið í takti þegar kom að málefnum innflytjenda. „Þegar ég skoða dvalarleyfin til dæmis, finnst mér sláandi að sjá að stór breyta um það hvernig okkar samfélag þróast er ekki byggð á stefnu, er ekki byggð á gögnum og þá er það kannski veikasti hópurinn í samfélaginu sem tekur á sig reikninginn fyrir það. Fólk sem kemur hingað til lands á flótta.“ Hún sagði að í ár væri verið að taka á móti svipað mörgum hælisleitendum og gert var árið 2021. Umsóknum færi fækkandi eftir nokkur mjög stór ár. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglan Sprengisandur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir mikla fólksfjölgun hafa valdið spennu hér á landi og að þörf sé á breytingum svo hægt sé að ná utan um málaflokk innflytjenda og í senn draga úr áhyggjum fólks. Þorbjörg ræddi við Kristján Kristjánsson í nýjasta þætti Sprengisands á Bylgjunni en þar var til umræðu málefni innflytjenda og löggæsla. „Þetta mál lá þyngra á fólki en áður“ Kristján sagðist telja sig sjá vísbendingar í umræðu um útlendinga og kannski sérstaklega hælisleitendur og múslima, að hér á landi væri stækkandi hópur fólks sem væri mjög tortrygginn og hræddur í þeirra garð. Þessi hópur teldi fólkið fremja glæpi í stórum stíl. „Það er verið að ala á einhverskonar hugmynd um að það þurfi að loka landamærum og snúa algjörlega við stefnu okkar í innflutning fólks,“ sagði Kristján. Þessi málaflokkur heyrir að miklu leyti undir Þorbjörgu og spurði Kristján hvernig hún sæi stöðuna. Þorbjörg sagði spurninguna ekki litla. Útlendingamálin hér á landi væru, eins og víðast annars staðar, risavaxinn málaflokkur í öllu pólitísku samhengi. „Ég verð að segja að mér fannst ég finna mjög skýrt í síðustu kosningabaráttu, borið saman við fjórum árum áður, að þetta mál lá þyngra á fólki en áður. Maður finnur það alveg greinilega.“ Skýrt umboð „til að ná stjórn á aðstæðum“ Þorbjörg sagðist upplifa það sama varðandi afbrot. Fólk virtist hafa tilfinningu fyrir því að afbrotum færi fjölgandi. Að öryggistilfinning fólks fari minnkandi. Nauðsynlegt væri að leggja við hlustir. Hún sagðist líka sjá þá umræðu sem Kristján hefði vísað í. „Varðandi ríkisstjórnina og okkar hugmyndafræði, þá held ég að þegar við tölum um að við höfum fengið skýrt umboð til að innleiða okkar stefnu, þá muni það hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt þegar fólk upplifir að ríkisstjórnin er einhuga í útlendingamálum. Að við höfum fengið skýrt umboð til að fara í ákveðnar breytingar sem þarf að fara í, til að ná stjórn á aðstæðum,“ sagði Þorbjörg. Einnig þyrfti breytingar til að geta boðið því fólki sem kemur hingað til lands raunveruleg tækifæri til þátttöku í samfélaginu. „Að við séum ekki að elta fordæmi ákveðinna Norðurlanda, til dæmis, þar sem hópar útlendinga hafa orðið einhver jaðarhópur. Fyrst og fremst vegna þess að tækifæri til þátttöku hefur skort.“ Hún sagði vilja innan ríkisstjórnarinnar til að færa regluverk nær Norðurlöndunum, eða frekar taka ákveðnar séríslenskar reglur úr sambandi. Nefndi Þorbjörg að þess vegna hefði verið lagt fram frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar við ákveðnar aðstæður og frumvarp um afnám á reglu sem gerir það að verkum að fólk fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir að hafa verið hér í átján mánuði, dragist úr úrvinnslu mála þeirra. Hún sagði vilja til að ná betur um málaflokkinn og sinna fólkinu betur og vonandi draga úr áhyggjum fólks af því að hér hafi verið farið of geyst. Ástand eða ekki ástand Aðspurð hvort hún myndi taka undir það að hér ríkti einhverskonar ástand sem taka þyrfti á og vinda ofan af sagði Þorbjörg það velta á hvað verið væri að horfa á. Það væru staðreyndir að fólki hefði fjölgað mjög hér á landi frá 2017 og að það hefði haft mikil áhrif á húsnæðismarkað. „Ég heyrði í kosningabaráttunni kennara tala um að það væri flóknara að kenna í kennslustofum, til dæmis hér í Reykjavík. Þar er ekkert verið tala um hælisleitendur heldur einfaldlega útlendinga.“ Hún sagði hælisleitendur lítinn hluta þess fólks sem kæmi hingað til lands. Þrír fjórðu þeirra kæmu af Schengen-svæðinu. Fólk sem kæmi hingað til að vinna í ferðaþjónustu eða byggingageiranum. Það fólk væri rót hagvaxtar hér á landi. „Þetta er flóknara þegar það eru sex tungumál í bekknum. Heilbrigðisstarfsfólk segir það sama og lögreglufólk segir það sama. Þá auðvitað hlustar þú,“ sagð Þorbjörg. „Er það ástand? Já, það er ástand vegna þess að það hefur orðið kraftmikil breyting á mjög stuttum tíma.“ Hlusta má á Sprengisand í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Þorbjörgu hefst eftir tæpar 44 mínútur. Horfa þurfi á heildarmyndina Þorbjörg sagði að frá 2017 hefði fólksfjölgun hér á Íslandi verið fimmtánföld fólksfjölgun Evrópusambandsins. Það hefði auðvitað áhrif að fólki á Íslandi hefði fjölgað um 51 þúsund manns frá 2017 til 2024. Hins vegar væru hælisleitendur eingöngu lítill hópur þessa fólks og það skekkti umræðuna. „Það þarf að horfa á heildarmyndina. Hvað er að gerast á Íslandi? Kraftmikil fólksfjölgun á mjög stuttum tíma. Það eru engin geimvísindi að það hefur áhrif á húsnæðismarkað. Það getur búið til félagslega spennu, ef móttökurnar eru ekki eins og þær eiga að vera og framkallað, ég held þetta sé gróðrastýja fyrir ákveðin viðhorf.“ Kristján spurði hvort hér hefði verið ótti við að ræða þennan málaflokk á síðustu árum og hvort það hefði ekki þau áhrif að hægt væri að kasta fram hinum og þessum staðhæfingum því raunverulegar og sannar upplýsingar væru af skornum skammti. Þorbjörg tók undir það og sagði raunverulegu stöðuna þá að fólksfjölgun hefði myndað gríðarlega þrýsting á suðvesturhorni Íslands. Þá gagnrýndi hún síðustu ríkisstjórn landsins fyrir að hafa ekki gengið í takti þegar kom að málefnum innflytjenda. „Þegar ég skoða dvalarleyfin til dæmis, finnst mér sláandi að sjá að stór breyta um það hvernig okkar samfélag þróast er ekki byggð á stefnu, er ekki byggð á gögnum og þá er það kannski veikasti hópurinn í samfélaginu sem tekur á sig reikninginn fyrir það. Fólk sem kemur hingað til lands á flótta.“ Hún sagði að í ár væri verið að taka á móti svipað mörgum hælisleitendum og gert var árið 2021. Umsóknum færi fækkandi eftir nokkur mjög stór ár.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglan Sprengisandur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira