Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 07:03 Treyjan sem um er ræðir. Mike Ehrmann/Getty Images Fyrrum öryggisvörður körfuboltaliðsins Miami Heat hefur verið ákærður fyrir að stela treyju LeBron James sem seldist á nærri hálfan milljarð íslenskra króna á uppboði árið 2023. Öryggisvörðurinn er sagður hafa stolið samtals mörg hundruð munum úr hirslum félagsins. Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið. Körfubolti NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Sjá meira
Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið.
Körfubolti NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Sjá meira