Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:00 Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun