„Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 09:08 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra. Vísir/Lýður Formaður Miðflokksins segir fyrirheit fjármálaráðherra um aukið aðhald í ríkisfjármálum lofa góðu. Vandinn sé hins vegar sá að hingað til hafi ríkisstjórnin gert þvert á öll slík loforð. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira