Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 20:27 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, segir ríkisstjórnina glíma við áskoranir á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda