Innherji

Ó­heflaður for­maður og ráð­herra í gjör­gæslu

Ráðgjafinn skrifar
Borgarstjóri réð á dögunum sinn þriðja aðstoðarmann á því hálfa ári sem hún hefur gegnt embættinu. Það eru fleiri aðstoðarmenn en Dagur B. Eggertsson lét sér duga alla sína valdatíð.
Borgarstjóri réð á dögunum sinn þriðja aðstoðarmann á því hálfa ári sem hún hefur gegnt embættinu. Það eru fleiri aðstoðarmenn en Dagur B. Eggertsson lét sér duga alla sína valdatíð.

Orð Formanns félags íslenskra atvinnuflugmanna um rekstur og framtíðarhorfur Play benda til þess að viðkomandi valdi ekki þeirri ábyrgð sem honum hefur verið falin.

Flestir sem komnir eru til vits og ára vita að félög sem skráð eru á markað eru viðkvæmari fyrir fréttaflutningi og fyrirsögnum en þau sem óskráð eru. Óvarkár orð og gífuryrði geta haft áhrif á hlutabréfaverð til skamms tíma og kauphegðan neytenda til lengri tíma.

Því er það ábyrgðarhluti að tjá sig með þessum hætti af manni sem ber þann virðulega titil „formaður íslenskra atvinnuflugmanna“. Óhjákvæmilegt er að það fylgi sögunni að innan þess ágæta félags eru að langstærstum hluta flugmenn sem starfa hjá Icelandair, helsta keppinaut Play. Erfitt er að skoða orð og athafnir formannsins nema í því samhengi.

Fjárfestar og neytendur geta haft sína skoðun á Play og framtíð og nútíð þess félags, sem hefur glímt við rekstrarerfiðleika eins og allir vita. En óskynsamlegt væri að láta orð hins óheflaða formanns hafa mikið vægi í því mati. Forsvarsmenn Play eru eðlilega æfir, og félagsmenn hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna hljóta að velta því fyrir sér hvort formanninum sé á vetur sitjandi.

Lausbeisluð fallbyssukúla

Morgunblaðinu reiknast til að í hinu nýja örorkufrumvarpi Ingu Sæland geti falist að sumir fái hærri örorkubætur en þeir höfðu annars í laun. Skakkur hvati það.

Svar Ingu: Nú auðvitað hækka lægstu launin enn frekar.

Það hlýtur að vera þreytt til lengdar að vera með ráðherra samstarfsflokksins í gjörgæslu öllum stundum.

Bæði forsætis- og fjármálaráðherra hafa nú stokkið til og bent á að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að semja um launahækkanir, og að nauðsynlegt sé að viðhalda aðhaldi í ríkisfjármálunum.

Það hlýtur að vera þreytt til lengdar að vera með ráðherra samstarfsflokksins í gjörgæslu öllum stundum.

Starfsmannavelta hjá borgarstjóra

Borgarstjóri réð á dögunum sinn þriðja aðstoðarmann á því hálfa ári sem hún hefur gegnt embættinu. Rétt er að halda því til haga að það eru fleiri aðstoðarmenn en Dagur B. Eggertsson lét sér duga öll þau ár sem hann sat á borgarstjórastóli.

Hvað það segir um geðslag og stjórnarhætti borgarstjóra skal ósagt látið, en varla koma svo tíð mannaskipti til að góðu.


Ráðgjafinn er innanbúðarmaður sem tekur púlsinn á stöðunni innan stjórnmála og atvinnulífs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×