Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. september 2025 19:04 Nýtt örorkulífeyriskerfi tók gildi í vikunni. Vísir/Sigurjón Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. Nýtt örorkulífeyriskerfi tók gildi þann 1. september. Breytingarnar eru þær stærstu sem gerðar hafa verið á kerfinu í áratugi og fela meðal annars í sér hækkun lífeyris og betri möguleika öryrkja til þátttöku á vinnumarkaði. Tekjuhærri en kollegi í fullu starfi Þá hefur frítekjumark þeirra sem eru á hlutaörorku hækkað í 350 þúsund krónur en tekjur umfram frítekjumark skerða lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins um 45 prósent. Oddur Ingimarsson læknir vekur athygli á þessu í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem fjallar meðal annars um fjárhagslega hvata öryrkja til atvinnuþátttöku. Þar ber hann saman tekjur öryrkja og hlutaöryrkja við tekjur einstaklinga í fullu starfi, út frá hinu nýja kerfi. Séu öryrkjar með lágmarkstryggingu í lífeyrissjóði eru ráðstöfunartekjur öryrkja í hlutastarfi oft hærri en einstaklings í fullu starfi. Sjá einnig: Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Fram kemur í grein Odds að heildartekjur öryrkja með tekjur frá lífeyrissjóði eigi almennt ekki að vera hærri en atvinnutekjur fyrir örorku. Tekjur og tryggingarhlutfall geti þó vegna flókinnar löggjafar hækkað eftir því sem viðkomandi er lengur á örorku. LÆKNABLAÐIÐ Oddur tekur dæmi um vinnustað þar sem allir starfsmenn eru með 600 þúsund krónur í laun. Starfsmaður á vinnustaðnum verður veikur, endurhæfing ber ekki árangur viðkomandi og fer á 60 prósent hlutaörorku og í 40 prósent starf. Samkvæmt útreikningum Odds verði viðkomandi þá með hæstu ráðstöfunartekjurnar á vinnustaðnum, allt að 33 prósent hærri laun en einstaklingur í fullu starfi eftir því hvernig löggjöfin þróast. „Skilar þó töluvert minna vinnuframlagi í 40% vinnu en aðrir á vinnustaðnum. Aðrir starfsmenn eru eflaust ánægðir með að viðkomandi kom til baka í hlutavinnu en finnst ekki sanngjarnt að þeir séu með lægri ráðstöfunartekjur en sá sem er á hlutaörorku,“ segir í greininni. Í nærri öllum tilvikum, sem sjást í töflunni að ofan, er einstaklingur á örorku í hlutastarfi sem hefur unnið sér inn lágmarkstryggingu í lífeyrissjóði, launahærri en einstaklingur í fullu starfi. Leggur til lækkun lágmarkstryggingar Oddur bendir á að það sé áskorun að hanna örorkulífeyriskerfi sem tryggi grunnframfærslu en í leið hvata til atvinnuþátttöku. Jafnframt þurfi kerfið að vera réttlátt gagnvart þeim sem vinna og fjármagna það. „Áhrif hlutaörorku á algengi örorku á eftir að koma í ljós en vonandi minnkar hlutaörorka algengi fullrar örorku frekar en að verða aðallega viðbót við kerfið eins og hætta er á,“ segir í greininni. Alþingi eigi eftir að útkljá frumvarp sem bannar lífeyrissjóðum að skerða lífeyri á grundvelli greiðslna frá TR og frumvarp sem tryggi að greiðslur TR hækki á hverju ári um hvort sem hærra er, verðbólga eða launavísitala. Nái frumvörpin fram að ganga sé ljóst algengara verði að heildartekjur vegna örorku verði hærri en laun, sem þýðir að ekki verði fjárhagslegur hvati hjá mörgum til að ná árangri í endurhæfingu. Þá sé hætta á að endurhæfing dragist á langinn með tilheyrandi byrði fyrir kerfið. Verði ekki brugðist við sé hætta á að lífeyrisþegum haldi áfram að fjölga. Á árunum 2014 til 2024 fjölgaði einstaklingum á örorku- eða endurhæfingarlífeyri um fjórðung, eða úr 10,3% í 12,9%. Oddur segir nauðsynlegt að fjárhagslegir hvatar þurfi að vera réttir til að minnka líkur á örorku. „Liggur beinast við að draga til baka hækkun á lágmarkstryggingu lífeyrissjóðs úr 56% í 72% svo það stuðli ekki að aukinni örorku til framtíðar. Einnig þarf að breyta skerðingarhlutföllum lífeyris þannig að tryggt sé að ráðstöfunartekjur séu hærri hjá einstaklingi ef hann fer aftur í fulla vinnu miðað við að fara á örorku.“ Tryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tekjur Kjaramál Félagsmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Nýtt örorkulífeyriskerfi tók gildi þann 1. september. Breytingarnar eru þær stærstu sem gerðar hafa verið á kerfinu í áratugi og fela meðal annars í sér hækkun lífeyris og betri möguleika öryrkja til þátttöku á vinnumarkaði. Tekjuhærri en kollegi í fullu starfi Þá hefur frítekjumark þeirra sem eru á hlutaörorku hækkað í 350 þúsund krónur en tekjur umfram frítekjumark skerða lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins um 45 prósent. Oddur Ingimarsson læknir vekur athygli á þessu í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem fjallar meðal annars um fjárhagslega hvata öryrkja til atvinnuþátttöku. Þar ber hann saman tekjur öryrkja og hlutaöryrkja við tekjur einstaklinga í fullu starfi, út frá hinu nýja kerfi. Séu öryrkjar með lágmarkstryggingu í lífeyrissjóði eru ráðstöfunartekjur öryrkja í hlutastarfi oft hærri en einstaklings í fullu starfi. Sjá einnig: Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Fram kemur í grein Odds að heildartekjur öryrkja með tekjur frá lífeyrissjóði eigi almennt ekki að vera hærri en atvinnutekjur fyrir örorku. Tekjur og tryggingarhlutfall geti þó vegna flókinnar löggjafar hækkað eftir því sem viðkomandi er lengur á örorku. LÆKNABLAÐIÐ Oddur tekur dæmi um vinnustað þar sem allir starfsmenn eru með 600 þúsund krónur í laun. Starfsmaður á vinnustaðnum verður veikur, endurhæfing ber ekki árangur viðkomandi og fer á 60 prósent hlutaörorku og í 40 prósent starf. Samkvæmt útreikningum Odds verði viðkomandi þá með hæstu ráðstöfunartekjurnar á vinnustaðnum, allt að 33 prósent hærri laun en einstaklingur í fullu starfi eftir því hvernig löggjöfin þróast. „Skilar þó töluvert minna vinnuframlagi í 40% vinnu en aðrir á vinnustaðnum. Aðrir starfsmenn eru eflaust ánægðir með að viðkomandi kom til baka í hlutavinnu en finnst ekki sanngjarnt að þeir séu með lægri ráðstöfunartekjur en sá sem er á hlutaörorku,“ segir í greininni. Í nærri öllum tilvikum, sem sjást í töflunni að ofan, er einstaklingur á örorku í hlutastarfi sem hefur unnið sér inn lágmarkstryggingu í lífeyrissjóði, launahærri en einstaklingur í fullu starfi. Leggur til lækkun lágmarkstryggingar Oddur bendir á að það sé áskorun að hanna örorkulífeyriskerfi sem tryggi grunnframfærslu en í leið hvata til atvinnuþátttöku. Jafnframt þurfi kerfið að vera réttlátt gagnvart þeim sem vinna og fjármagna það. „Áhrif hlutaörorku á algengi örorku á eftir að koma í ljós en vonandi minnkar hlutaörorka algengi fullrar örorku frekar en að verða aðallega viðbót við kerfið eins og hætta er á,“ segir í greininni. Alþingi eigi eftir að útkljá frumvarp sem bannar lífeyrissjóðum að skerða lífeyri á grundvelli greiðslna frá TR og frumvarp sem tryggi að greiðslur TR hækki á hverju ári um hvort sem hærra er, verðbólga eða launavísitala. Nái frumvörpin fram að ganga sé ljóst algengara verði að heildartekjur vegna örorku verði hærri en laun, sem þýðir að ekki verði fjárhagslegur hvati hjá mörgum til að ná árangri í endurhæfingu. Þá sé hætta á að endurhæfing dragist á langinn með tilheyrandi byrði fyrir kerfið. Verði ekki brugðist við sé hætta á að lífeyrisþegum haldi áfram að fjölga. Á árunum 2014 til 2024 fjölgaði einstaklingum á örorku- eða endurhæfingarlífeyri um fjórðung, eða úr 10,3% í 12,9%. Oddur segir nauðsynlegt að fjárhagslegir hvatar þurfi að vera réttir til að minnka líkur á örorku. „Liggur beinast við að draga til baka hækkun á lágmarkstryggingu lífeyrissjóðs úr 56% í 72% svo það stuðli ekki að aukinni örorku til framtíðar. Einnig þarf að breyta skerðingarhlutföllum lífeyris þannig að tryggt sé að ráðstöfunartekjur séu hærri hjá einstaklingi ef hann fer aftur í fulla vinnu miðað við að fara á örorku.“
Tryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tekjur Kjaramál Félagsmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira