Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 09:45 Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira