Innherji

„Ei­lítil von­brigði“ að bætt af­koma sé ekki nýtt til að loka fjár­laga­gatinu

Hörður Ægisson skrifar
Skuldabréfafjárfestar voru einkum með augun á áætlaðri lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrir næsta ár en ljóst var að hún yrði þung vegna stórra skuldabréfaflokka sem eru á gjalddaga.
Skuldabréfafjárfestar voru einkum með augun á áætlaðri lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrir næsta ár en ljóst var að hún yrði þung vegna stórra skuldabréfaflokka sem eru á gjalddaga. VÍSIR/VILHELM

Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.


Tengdar fréttir

Sala á Lands­bankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkis­ins um fimmtung

Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×