Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 9. september 2025 14:03 Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Orkumál Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun