Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 21:31 Kjartan Magnússon segir íbúa sakna þess að hafa lögreglustöð í Breiðholti. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“ Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira