Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2025 14:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir Sonju Ýr og félaga í verkalýðshreyfingunni hafa verið hafða með í ráðum. Vísir Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“ Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29