Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. september 2025 15:32 Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun