Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 16. september 2025 18:02 Þegar „viljugu þjóðirnar,“ þar á meðal Ísland, studdu innrás Bandaríkjanna í Írak, var hrundið af stað hörmungum sem enn sér ekki fyrir endann á. Aldrei hafa fleiri manneskjur verið á flótta. Ástæðan er augljós. Bandaríkin hafa ítrekað ráðist inn í lönd til að tryggja sér olíu, gas og áhrif. Innrásin í Írak er skólabókardæmi: réttlætt með lygum um gereyðingarvopn en í raun háð til að ná stjórn á auðlindum og svæðinu sjálfu. Þetta þykjast nú margir sjá skýrt. Vesturlönd eru samsek. NATO-ríkin studdu þessar aðgerðir, hernaðarlega, diplómatískt eða fjárhagslega – og Ísland með yfirlýstum stuðningi. Þannig bera Vesturlönd sameiginlega ábyrgð á flóttamannavandanum. Þetta er ekki bara saga um einstaka stríð. Þetta er heimskerfið sjálft sem fórnar heilu svæðunum fyrir auðlindaupptöku og gróða. Miðausturlönd, Afganistan, stórir hlutar Afríku – öllu hefur verið raskað, stríð framlengd, einræðisherrar ýmist studdir eða felldir – til að tryggja völd og auð fárra. Fólkið sjálft er afgangsstærð og einskis virt. Hræsnisfull gestrisni Angela Merkel var hyllt fyrir að opna faðminn, en að baki lá bæði þýskt samviskubit og þörf á vinnuafli. Margar aðrar þjóðir fylgdu, ekki af hjartahlýju heldur skyldu. Gestrisnin var því víða leikrit og ekkert annað. Að vera sannur gestgjafi krefst fjárfestingar og skipulags. Það var aldrei ætlunin. Vesturlönd hafa lengi dregið úr fjárfestingum í eigin samfélögum. Þessu hafa Íslendingar fundið fyrir og mun verða minnisvarði um þann skaða sem ríkisstjórn Íslands vann á síðasta áratugi þar sem verulega var dregið úr almannaþjónustu og frekara brask með auðæfi þjóðarinnar var grimmilega ástundað. Vesturlönd, þar á meðal Ísland, þjóna nú fjármagninu og stríðsherrum heimsins – ekki fólkinu sjálfu. Svo sorglegt er það. Þegar viðskiptalíkanið er stríð Að taka á móti flóttafólki krefst gríðarlegs fjármagns, skipulags og innviða. Vesturlönd gætu auðveldlega staðið undir því – eins og sést á vilja og getu þeirra til að eyða milljörðum í hervæðingu Evrópu. Hér er engin tilviljun á ferðinni: vestrænar ríkisstjórnir styðja stríð heimsins af fúsum vilja með því að tryggja að þeir sem græða á stríði ráði ferðinni. Stríð eru ekki aukaverkun af stefnu þeirra – stríð eru viðskiptalíkan þeirra. Almenningur svikinn – tvisvar Í stað þess að byggja upp samfélög hafa stjórnvöld grafið undan velferð og afhent fáum völd og auð. Flóttamannamóttaka varð víða aðeins feluleikur um peningastefnu sem brýtur samfélög niður og kveikir sundrungu. Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar: ótti, gremja, rasismi og blórabögglar búnir til. Bæði heimamenn og flóttafólk er því svikið. Réttindum flaggað og baráttunni stolið Hræsnin birtist svona: stjórnvöld sem hafa skorið niður áður almenna grunnþjónustu flagga nú réttindum minnihlutahópa og kynfrelsis til að laga ímynd sína. Þau þagga niður í borgurum með því að stimpla alla gagnrýni sem hatur – jafnvel þegar bent er á handónýta grunnþjónustu, húsnæðisvanda og yfirfulla og undirmannaða skóla. Hvernig geta Bretar varpað fólki í fangelsi fyrir „rasisma“ á meðan bæði heimamenn og flóttafólk sitja eftir sviknir í ónýtum innviðum og samfélagi á heljarþröm? Hvernig getur Ísland flaggað stuðningi við kynsegin réttindi en deilt rúmi með Donaldi Trump – karlrembu, andófsmanni kynfrelsi sem fjöldi kvenna hefur að auki sakað um kynferðisofbeldi og áreitni? Styðjum Úkraínu – Svíkjum Palestínu Vesturlönd flagga stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Úkraínu. Þau tala um frelsi, lýðræði og rétt fólks til að verja sig. En þegar kemur að Palestínu er annað uppi á teningnum. Þar er sömu orðunum snúið gegn þolendum – palestínsku þjóðinni. Þar er andóf gegn kerfisbundinni útrýmingu þjóðar kallað hryðjuverk. Vesturlönd styðja sjálfstæðisbaráttu Úkraínu – en fylgispekt þeirra við Bandaríkin og Ísrael kemur í veg fyrir að palestínsku þjóðinni sé bjargað frá útrýmingu. Þetta er óboðleg hræsni sem engin heiðarleg manneskja getur horft fram hjá. Hinn raunverulegi glæpur Baráttan snýst ekki um flóttafólk gegn heimafólki. Hún snýst um stjórnvöld sem brjóta innviði samfélaga niður og láta okkur berjast innbyrðis – svo við séum ófær að krefjast ábyrgðar þeirra. Þetta er hin sanna svívirða: kerfislægur rasismi dulbúinn sem velvild. Að bjóða skjól án aðlögunar, að veita lágmarksaðstoð án virðingar – og hundskamma svo almenning fyrir að sjá í gegnum leikritið. Evrópa kallar sig lýðræðislega og framsækna. En hvaða lýðræði er það, þegar borgurum er bannað að nefna hið augljósa? Sannleikurinn er þessi: skattgreiðendur borga tvisvar – fyrst með hruni grunnþjónustunnar, síðan með útgjöldum til hervæðingar. Flóttafólk situr eftir í ófullnægjandi aðstæðum. Borgarar sitja eftir yfirgefnir. Þörfum engra er mætt. Ósjálfstæð stjórnvöld Vesturlanda hafa fyrir löngu tapað trúverðugleika sínum en reyna engu að síður að halda borgurunum blindum gagnvart fylgispekt þeirra við raunvaldhafa heimsins. Þannig sitja þau sjálf sem leppar stríðsmangara og fjármagnseigenda sem í raun stjórna hinum „fínu lýðræðislegu“ vestrænu þjóðum. Þetta var allt fyrirsjáanlegt og þetta er glæpur. Höfundur er leikkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar „viljugu þjóðirnar,“ þar á meðal Ísland, studdu innrás Bandaríkjanna í Írak, var hrundið af stað hörmungum sem enn sér ekki fyrir endann á. Aldrei hafa fleiri manneskjur verið á flótta. Ástæðan er augljós. Bandaríkin hafa ítrekað ráðist inn í lönd til að tryggja sér olíu, gas og áhrif. Innrásin í Írak er skólabókardæmi: réttlætt með lygum um gereyðingarvopn en í raun háð til að ná stjórn á auðlindum og svæðinu sjálfu. Þetta þykjast nú margir sjá skýrt. Vesturlönd eru samsek. NATO-ríkin studdu þessar aðgerðir, hernaðarlega, diplómatískt eða fjárhagslega – og Ísland með yfirlýstum stuðningi. Þannig bera Vesturlönd sameiginlega ábyrgð á flóttamannavandanum. Þetta er ekki bara saga um einstaka stríð. Þetta er heimskerfið sjálft sem fórnar heilu svæðunum fyrir auðlindaupptöku og gróða. Miðausturlönd, Afganistan, stórir hlutar Afríku – öllu hefur verið raskað, stríð framlengd, einræðisherrar ýmist studdir eða felldir – til að tryggja völd og auð fárra. Fólkið sjálft er afgangsstærð og einskis virt. Hræsnisfull gestrisni Angela Merkel var hyllt fyrir að opna faðminn, en að baki lá bæði þýskt samviskubit og þörf á vinnuafli. Margar aðrar þjóðir fylgdu, ekki af hjartahlýju heldur skyldu. Gestrisnin var því víða leikrit og ekkert annað. Að vera sannur gestgjafi krefst fjárfestingar og skipulags. Það var aldrei ætlunin. Vesturlönd hafa lengi dregið úr fjárfestingum í eigin samfélögum. Þessu hafa Íslendingar fundið fyrir og mun verða minnisvarði um þann skaða sem ríkisstjórn Íslands vann á síðasta áratugi þar sem verulega var dregið úr almannaþjónustu og frekara brask með auðæfi þjóðarinnar var grimmilega ástundað. Vesturlönd, þar á meðal Ísland, þjóna nú fjármagninu og stríðsherrum heimsins – ekki fólkinu sjálfu. Svo sorglegt er það. Þegar viðskiptalíkanið er stríð Að taka á móti flóttafólki krefst gríðarlegs fjármagns, skipulags og innviða. Vesturlönd gætu auðveldlega staðið undir því – eins og sést á vilja og getu þeirra til að eyða milljörðum í hervæðingu Evrópu. Hér er engin tilviljun á ferðinni: vestrænar ríkisstjórnir styðja stríð heimsins af fúsum vilja með því að tryggja að þeir sem græða á stríði ráði ferðinni. Stríð eru ekki aukaverkun af stefnu þeirra – stríð eru viðskiptalíkan þeirra. Almenningur svikinn – tvisvar Í stað þess að byggja upp samfélög hafa stjórnvöld grafið undan velferð og afhent fáum völd og auð. Flóttamannamóttaka varð víða aðeins feluleikur um peningastefnu sem brýtur samfélög niður og kveikir sundrungu. Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar: ótti, gremja, rasismi og blórabögglar búnir til. Bæði heimamenn og flóttafólk er því svikið. Réttindum flaggað og baráttunni stolið Hræsnin birtist svona: stjórnvöld sem hafa skorið niður áður almenna grunnþjónustu flagga nú réttindum minnihlutahópa og kynfrelsis til að laga ímynd sína. Þau þagga niður í borgurum með því að stimpla alla gagnrýni sem hatur – jafnvel þegar bent er á handónýta grunnþjónustu, húsnæðisvanda og yfirfulla og undirmannaða skóla. Hvernig geta Bretar varpað fólki í fangelsi fyrir „rasisma“ á meðan bæði heimamenn og flóttafólk sitja eftir sviknir í ónýtum innviðum og samfélagi á heljarþröm? Hvernig getur Ísland flaggað stuðningi við kynsegin réttindi en deilt rúmi með Donaldi Trump – karlrembu, andófsmanni kynfrelsi sem fjöldi kvenna hefur að auki sakað um kynferðisofbeldi og áreitni? Styðjum Úkraínu – Svíkjum Palestínu Vesturlönd flagga stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Úkraínu. Þau tala um frelsi, lýðræði og rétt fólks til að verja sig. En þegar kemur að Palestínu er annað uppi á teningnum. Þar er sömu orðunum snúið gegn þolendum – palestínsku þjóðinni. Þar er andóf gegn kerfisbundinni útrýmingu þjóðar kallað hryðjuverk. Vesturlönd styðja sjálfstæðisbaráttu Úkraínu – en fylgispekt þeirra við Bandaríkin og Ísrael kemur í veg fyrir að palestínsku þjóðinni sé bjargað frá útrýmingu. Þetta er óboðleg hræsni sem engin heiðarleg manneskja getur horft fram hjá. Hinn raunverulegi glæpur Baráttan snýst ekki um flóttafólk gegn heimafólki. Hún snýst um stjórnvöld sem brjóta innviði samfélaga niður og láta okkur berjast innbyrðis – svo við séum ófær að krefjast ábyrgðar þeirra. Þetta er hin sanna svívirða: kerfislægur rasismi dulbúinn sem velvild. Að bjóða skjól án aðlögunar, að veita lágmarksaðstoð án virðingar – og hundskamma svo almenning fyrir að sjá í gegnum leikritið. Evrópa kallar sig lýðræðislega og framsækna. En hvaða lýðræði er það, þegar borgurum er bannað að nefna hið augljósa? Sannleikurinn er þessi: skattgreiðendur borga tvisvar – fyrst með hruni grunnþjónustunnar, síðan með útgjöldum til hervæðingar. Flóttafólk situr eftir í ófullnægjandi aðstæðum. Borgarar sitja eftir yfirgefnir. Þörfum engra er mætt. Ósjálfstæð stjórnvöld Vesturlanda hafa fyrir löngu tapað trúverðugleika sínum en reyna engu að síður að halda borgurunum blindum gagnvart fylgispekt þeirra við raunvaldhafa heimsins. Þannig sitja þau sjálf sem leppar stríðsmangara og fjármagnseigenda sem í raun stjórna hinum „fínu lýðræðislegu“ vestrænu þjóðum. Þetta var allt fyrirsjáanlegt og þetta er glæpur. Höfundur er leikkona
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun