Viðskipti innlent

Guð­rún til Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Nielsen.
Guðrún Nielsen. Landsbankinn

Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.

Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að Guðrún hafi síðast verið framkvæmdastjóri Pekron ehf. en áður hafi hún starfað í tíu ár hjá Skeljungi og SKEL fjárfestingarfélagi, meðal annars sem forstöðumaður fjármála og rekstrar. 

„Hjá SKEL tók hún þátt í mörgum stefnumarkandi verkefnum, m.a. uppskiptingu á Skeljungi og stofnun nýs fjárfestingarfélags. Hún hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa félaga, m.a. hjá Orkunni, Skeljungi, Styrkási og fleiri félögum.

Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×