Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 11:35 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24