Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 24. september 2025 17:01 Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar