Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 24. september 2025 17:01 Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar