Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 25. september 2025 10:17 Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði. Dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp er varðar skyldu fyrirtækja og stofnana til jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Frumvarpið felur í sér mikilvægar breytingar sem kallað hefur verið eftir af hálfu atvinnulífsins. Í stað jafnlaunavottunar verður fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri skylt að skila inn til Jafnréttisstofu skýrslu sem upplýsir um starfaflokkun og launagreiningu á þriggja ára fresti. Ef kynbundinn launamunur mælist hjá fyrirtækjum þurfa þau jafnframt að skila inn tímasettri úrbótaáætlun. Samtök atvinnulífsins hafa um árabil mælt með breytingum og fagna frumvarpi ráðherra. Jafnlaunavottun á að vera val en ekki skylda. Ítrekað hefur komið fram í könnunum samtakanna á meðal félagsmanna neikvætt viðhorf til lögbundinnar jafnlaunavottunar og hár kostnaður vegna hennar. Miðað við þær kannanir má gera ráð fyrir því að kostnaður vegna jafnlaunavottunarinnar hafi hlaupið á bilinu 5-6 milljarðar, miðað við eigið mat fyrirtækjanna. Breytingin getur þýtt kostnaðarlækkun sem hleypur á bilinu 200 þúsund – 20 milljónir fyrir hvert fyrirtæki. Undirstaða góðra lífskjara á Íslandi er útflutningsdrifinn hagvöxtur, alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins. 42% félagsmanna Samtaka atvinnulífsins sem stunda útflutning telja innlent regluverk eina helstu hindrunina sem þau mæta við útflutning. Á hringferð samtakanna í júní hittum við á fjórða hundrað fulltrúa fyrirtækja augliti til auglitis. Við héldum vinnufundi í níu bæjarfélögum þar sem rætt var um áskoranir, hvað stjórnvöld gætu gert og hvernig mætti auka útflutningstekjur Íslands. Það voru þrír þættir sem fyrirtæki landsins lögðu áherslu á gagnvart stjórnvöldum. Í fyrsta lagi ættu þau að móta stefnu til að auka fyrirsjáanleika, í öðru lagi lækka skatta og í þriðja lagi einfalda regluverk. Við fengum beint í æð skýrt ákall um að afnema bæri jafnlaunavottun sem lið í því að styðja við verðmætasköpun og aukin tækifæri. Á nýju þingi er yfirlýst áhersla stjórnvalda verðmætasköpun og það fer vel á því að hefja það með raunverulegri sönnun þess fyrir atvinnulífið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Jafnréttismál Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði. Dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp er varðar skyldu fyrirtækja og stofnana til jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Frumvarpið felur í sér mikilvægar breytingar sem kallað hefur verið eftir af hálfu atvinnulífsins. Í stað jafnlaunavottunar verður fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri skylt að skila inn til Jafnréttisstofu skýrslu sem upplýsir um starfaflokkun og launagreiningu á þriggja ára fresti. Ef kynbundinn launamunur mælist hjá fyrirtækjum þurfa þau jafnframt að skila inn tímasettri úrbótaáætlun. Samtök atvinnulífsins hafa um árabil mælt með breytingum og fagna frumvarpi ráðherra. Jafnlaunavottun á að vera val en ekki skylda. Ítrekað hefur komið fram í könnunum samtakanna á meðal félagsmanna neikvætt viðhorf til lögbundinnar jafnlaunavottunar og hár kostnaður vegna hennar. Miðað við þær kannanir má gera ráð fyrir því að kostnaður vegna jafnlaunavottunarinnar hafi hlaupið á bilinu 5-6 milljarðar, miðað við eigið mat fyrirtækjanna. Breytingin getur þýtt kostnaðarlækkun sem hleypur á bilinu 200 þúsund – 20 milljónir fyrir hvert fyrirtæki. Undirstaða góðra lífskjara á Íslandi er útflutningsdrifinn hagvöxtur, alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins. 42% félagsmanna Samtaka atvinnulífsins sem stunda útflutning telja innlent regluverk eina helstu hindrunina sem þau mæta við útflutning. Á hringferð samtakanna í júní hittum við á fjórða hundrað fulltrúa fyrirtækja augliti til auglitis. Við héldum vinnufundi í níu bæjarfélögum þar sem rætt var um áskoranir, hvað stjórnvöld gætu gert og hvernig mætti auka útflutningstekjur Íslands. Það voru þrír þættir sem fyrirtæki landsins lögðu áherslu á gagnvart stjórnvöldum. Í fyrsta lagi ættu þau að móta stefnu til að auka fyrirsjáanleika, í öðru lagi lækka skatta og í þriðja lagi einfalda regluverk. Við fengum beint í æð skýrt ákall um að afnema bæri jafnlaunavottun sem lið í því að styðja við verðmætasköpun og aukin tækifæri. Á nýju þingi er yfirlýst áhersla stjórnvalda verðmætasköpun og það fer vel á því að hefja það með raunverulegri sönnun þess fyrir atvinnulífið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar