Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. september 2025 06:02 Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun