Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 08:30 Linn Svahn er komin aftur af stað eftir mjög erfiða mánuði. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Sænska skíðagöngukonan Linn Svahn upplifði mikla martröð í hálft ár eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í aðdraganda heimsmeistaramótsins á skíðum í byrjun ársins. Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn. Skíðaíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira