Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. október 2025 07:00 Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun