LeBron boðar aðra Ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2025 07:02 LeBron James er að hefja sitt 23. tímabil í NBA. Verður það hans síðasta? epa/CAROLINE BREHMAN Stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, LeBron James, boðar stóra tilkynningu á samfélagsmiðlum í dag. Einhverjir telja að hann ætli að greina frá því hvenær skórnir fari á hilluna. LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum