Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2025 16:40 Eitt atvikið kom upp á skólalóð Hraunvallaskóla þar sem unglingar urðu fyrir barðinu á ákærðu. vísir/Egill Tveir karlmenn um og yfir tvítugt auk fimm ungmenna hafa verið ákærð fyrir að hafa í hótunum við og ræna ungmenni í Hafnarfirði. Karlmennirnir eru einnig ákærðir fyrir skemmdarverk, líkamsárásir og margt fleira. Ákæran er í tíu liðum og eru karlmennirnir tveir, 22 ára og 20 ára, greinilega orðnir góðkunningjar lögreglunnar. Umkringdu ungling í strætó Það var þó enginn vinabragur á því þegar þeir ásamt tveimur undir lögaldri umkringdu unglingsdreng í strætisvagni númer 1 í Hafnarfirði þar sem hann sat í sæti sínu aftarlega í vagninum í ágúst 2024. Mennirnir veittust að unglingi í strætó númer 1 í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Samkvæmt ákærunni hótuðu þeir að hleypa honum ekki út nema hann legði pening inn á þá. Hann fékk fyrst að yfirgefa vagninn þegar hann var búinn að sýna staðfestingu á millifærslu upp á ellefu þúsund krónur. Hópuðust að unglingum við Hraunvallaskóla Daginn eftir er þeim ásamt fimm ungmennum gefið að sök rán og brot á barnaverndarlögum með því að hafa saman hópast að þremur unglingum við Hraunvallaskóla. Beittu þeir ofbeldi og hótunum og reif annar karlmannanna farsímann af einum þeirra, opnaði með andlitsgreiningu og fór í bankaapp. Millifærðu þeir í óleyfi fjörutíu þúsund krónur af unglingnum. Nemendur í Hraunvallaskóla virðast hafa orðið fyrir barðinu á mönnunum.Vísir/Egill Þegar því var lokið tók fyrrnefndur forsprakki mynd af unglingum á síma sinn og hótaði þeim líkamsmeiðingum ef þeir kjöftuðu frá. Er verknaðinum lýst sem ógnandi og vanvirðandi háttsemi, yfirgangi og ruddalegu athæfi. Þræddu hraðbanka Hafnarfjarðar Viku síðar var einn hinna yngri í félagi við karlmennina tvo. Voru þeir við Víðistaðatún í Hafnarfirði og ógnuðu unglingi með skóflu að vopni líkamsmeiðingum. Tóku þeir farsíma hans, opnuðu með andlitsgreiningu og millifærðu í óleyfi 62 þúsund krónur inn á vin unglingsins. Mennirnir fóru meðal annars í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu en tókst ekki að taka út peninga.Vísir/KristínÓ Neyddu þeir svo vininn með sér í hraðbanka Íslandsbanka við Strandgötu, Landsbankans við Fjarðargötu og loks í verslun Iceland við Staðarberg í þeim tilgangi að taka út peningana. Þeim tókst þó ekki að taka út peningana. Líkamsárás við Fjölbraut í Breiðholti Yngri karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir eldra brot fyrir að hafa í ágúst 2023 veist að einstaklingi undir lögaldri við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Er honum gefið að sök að hafa rifið í hann, slegið ítrekað með krepptum hnefa í líkama og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka í hársverði, mar á úlnlið og hendi og mar á brjóstkassa. Eignaspjöll undir Ráðhúsi Reykjavíkur Mennirnir tveir eru einnig ákærðir fyrir eignarspjöll með því að hafa slegið með hamri í loftljós og öryggismyndavél í kjallara undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Krefur Reykjavíkurborg þá um tæplega áttatíu þúsund krónur hvor í skaðabætur. Mennirnir unnu skemmdarverk í bílastæðakjallara Ráðhúss Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þá er sá eldri ákærður fyrir að stela snyrtivörum úr Hagkaup í Kringlunni að andvirði 39 þúsund krónur í janúar 2024, fyrir vörslu smárra skammta af alls konar fíkniefnum í febrúar 2024 og hafa í það skipti verið með stunguvopn á sér. Krefjast bóta Réttargæslumenn unglinganna þriggja sem urðu fyrir barðinu á mönnunum krefjast miskabóta upp á tvær milljónir í tilfelli þess sem hótað var í strætó og 1,5 milljón í tilfelli tveggja annarra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness og var þingfest þann 1. október. Allir ákærðu neita sök og er aðalmeðferð fyrirhuguð um miðjan nóvember. Eldri maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir margítrekaðan þjófnað árið 2022 þegar hann var 19 ára. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fyrir. Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Ákæran er í tíu liðum og eru karlmennirnir tveir, 22 ára og 20 ára, greinilega orðnir góðkunningjar lögreglunnar. Umkringdu ungling í strætó Það var þó enginn vinabragur á því þegar þeir ásamt tveimur undir lögaldri umkringdu unglingsdreng í strætisvagni númer 1 í Hafnarfirði þar sem hann sat í sæti sínu aftarlega í vagninum í ágúst 2024. Mennirnir veittust að unglingi í strætó númer 1 í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Samkvæmt ákærunni hótuðu þeir að hleypa honum ekki út nema hann legði pening inn á þá. Hann fékk fyrst að yfirgefa vagninn þegar hann var búinn að sýna staðfestingu á millifærslu upp á ellefu þúsund krónur. Hópuðust að unglingum við Hraunvallaskóla Daginn eftir er þeim ásamt fimm ungmennum gefið að sök rán og brot á barnaverndarlögum með því að hafa saman hópast að þremur unglingum við Hraunvallaskóla. Beittu þeir ofbeldi og hótunum og reif annar karlmannanna farsímann af einum þeirra, opnaði með andlitsgreiningu og fór í bankaapp. Millifærðu þeir í óleyfi fjörutíu þúsund krónur af unglingnum. Nemendur í Hraunvallaskóla virðast hafa orðið fyrir barðinu á mönnunum.Vísir/Egill Þegar því var lokið tók fyrrnefndur forsprakki mynd af unglingum á síma sinn og hótaði þeim líkamsmeiðingum ef þeir kjöftuðu frá. Er verknaðinum lýst sem ógnandi og vanvirðandi háttsemi, yfirgangi og ruddalegu athæfi. Þræddu hraðbanka Hafnarfjarðar Viku síðar var einn hinna yngri í félagi við karlmennina tvo. Voru þeir við Víðistaðatún í Hafnarfirði og ógnuðu unglingi með skóflu að vopni líkamsmeiðingum. Tóku þeir farsíma hans, opnuðu með andlitsgreiningu og millifærðu í óleyfi 62 þúsund krónur inn á vin unglingsins. Mennirnir fóru meðal annars í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu en tókst ekki að taka út peninga.Vísir/KristínÓ Neyddu þeir svo vininn með sér í hraðbanka Íslandsbanka við Strandgötu, Landsbankans við Fjarðargötu og loks í verslun Iceland við Staðarberg í þeim tilgangi að taka út peningana. Þeim tókst þó ekki að taka út peningana. Líkamsárás við Fjölbraut í Breiðholti Yngri karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir eldra brot fyrir að hafa í ágúst 2023 veist að einstaklingi undir lögaldri við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Er honum gefið að sök að hafa rifið í hann, slegið ítrekað með krepptum hnefa í líkama og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka í hársverði, mar á úlnlið og hendi og mar á brjóstkassa. Eignaspjöll undir Ráðhúsi Reykjavíkur Mennirnir tveir eru einnig ákærðir fyrir eignarspjöll með því að hafa slegið með hamri í loftljós og öryggismyndavél í kjallara undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Krefur Reykjavíkurborg þá um tæplega áttatíu þúsund krónur hvor í skaðabætur. Mennirnir unnu skemmdarverk í bílastæðakjallara Ráðhúss Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þá er sá eldri ákærður fyrir að stela snyrtivörum úr Hagkaup í Kringlunni að andvirði 39 þúsund krónur í janúar 2024, fyrir vörslu smárra skammta af alls konar fíkniefnum í febrúar 2024 og hafa í það skipti verið með stunguvopn á sér. Krefjast bóta Réttargæslumenn unglinganna þriggja sem urðu fyrir barðinu á mönnunum krefjast miskabóta upp á tvær milljónir í tilfelli þess sem hótað var í strætó og 1,5 milljón í tilfelli tveggja annarra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness og var þingfest þann 1. október. Allir ákærðu neita sök og er aðalmeðferð fyrirhuguð um miðjan nóvember. Eldri maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir margítrekaðan þjófnað árið 2022 þegar hann var 19 ára. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fyrir.
Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira