Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2025 23:00 Marco Rubio, utanríkisráðherra, hvíslaði að Trump fyrr í kvöld að samkomulag væri að nást í Egyptalandi. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísralar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. Í færslu sem hann birti á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að með þessu eigi að mynda sterkan og varandi frið. Komið verði fram við alla af sanngirni og þakkar hann erindrekum Katar, Egyptalands og Tyrklands fyrir aðkomu þeirra að því að samkomulag hafi náðst. Viðræðurnar fóru fram í Egyptalandi. Færsla Trumps á Truth Social. Samkomulagið er meðal annars sagt fela í sér að Ísraelar sleppi palestínskum föngum úr þeirra haldi, hörfi með hermenn og opni aftur fyrir flæði neyðarhjálpar inn á Gasa. Þetta segir embættismaður frá Katar og segir hann að samkomulagið eigi að leiða til endaloka hernaðar Ísraela á Gasa. Frekari upplýsingar um samkomulagið verði veittar síðar. Í yfirlýsingu frá leiðtogum Hamas kalla þeir eftir því að Trump og aðrir ráðamenn í Mið-Austurlöndum og víðar, tryggi að Ísraelar framfylgi samkomulaginu. Að þeir tefji ekki framkvæmd þess eða fari ekki eftir því sem þeir hafi samþykkt. Þeir segja enn fremur að fórnir Palestínumanna verði ekki til einskis. Fjölmiðlar ytra segja að til standi að skrifa undir samkomulagið á morgun og að lifandi gíslum Hamas verði sleppt á laugardaginn eða á sunnudaginn. Rétti Trump miða um yfirlýsingu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk inn á fund sem Donald Trump, forseti, sat með íhaldssömum áhrifavöldum og blaðamönnum fyrr í kvöld og rétti forsetanum miða. Á mynd sem ljósmyndari náði af miðanum sést að Rubio var að biðja Trump um að gefa grænt ljós á færslu um samkomulag varðandi Gasaströndina væri í höfn. Það þyrfti Trump að gera svo hann gæti verið fyrstur til að tilkynna að samkomulag hafði náðst og það á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Á miðanum stóð að samkomulag væri „mjög nærri“. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með umræddan miða. Þar stendur að Trump þurfi að samþykkja færslu á Truth Social svo hann geti verið fyrstu til að segja frá samkomulagi.AP/Evan Vucci Í kjölfarið svaraði Trump nokkrum spurningum frá blaðamönnum meðan Rubio stóð óþreyjufullur nærri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar Trump stóð upp sagði hann að samkomulag væri nærri en neitaði að fara nánar út í það. „Ég þarf að fara núna, til að reyna að leysa vandamál í Mið-Austurlöndum,“ sagði hann. Secretary of State Marco Rubio whispers in the ear of President Donald Trump after handing him a note about a Middle East deal saying “Very close. We need you to approve a Truth Social post soon so you can announce deal first” pic.twitter.com/ISEJ2RsUOq— Evan Vucci (@evanvucci) October 8, 2025 Viðræður milli leiðtoga Hamas og Ísraela hafa farið fram í Egyptalandi undanfarna daga. Þeim er ætlað að binda enda á hernað Ísraela þar og sagði Trump fyrr í kvöld að hann myndi mögulega fara þangað um helgina. Trump lagði á dögunum fram tillögur að mögulegu friðarsamkomulagi sem samþykktar hafa verið af Ísraelum og nokkrum ríkjum Mið-Austurlanda. Tillögur Trumps voru mjög loðnar þegar kom að mögulegri stofnun ríkis Palestínu og tveggja ríkja lausn. Þær fólu einnig í sér að Hamas-liðar yrðu að leggja niður vopn og að þeir mættu ekki koma að stjórn Gasastrandarinnar í framtíðinni. Hvernig þetta mun líta út í samkomulaginu sem samþykkt var í kvöld á eftir að koma í ljós en hingað til hafa leiðtogar Hamas hafnað öllum kröfum um að leggja niður vopn. Sjá einnig: Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Al Jazeera hefur eftir heimildarmanni sínum í Palestínu að leiðtogar Hamas hafi samþykkt að sleppa öllum gíslum sem eru í þeirra haldi, en ekki líkum sem þeir halda enn. Heimildarmaðurinn segir nokkurn árangur hafa náðst þegar kemur að skiptum á föngum og tryggingum um að Ísraelar hefji stríðið ekki aftur þegar gíslum hefur verið sleppt. Gíslunum verður mögulega sleppt um helgina, samkvæmt heimildum blaðamanns Times of Israel. Hamas will release the remaining living hostages on Saturday, two sources familiar with the negotiations tell The Times of Israel.The deal will be signed tomorrow in Egypt, the sources say. https://t.co/JNWm6okPTt— Jacob Magid (@JacobMagid) October 8, 2025 Palestínskir miðlar birtu fyrr í kvöld myndir af sendinefnd Hamas taka í hendur erindreka frá Katar og Tyrklandi. Myndirnar munu hafa verið teknar í Egyptalandi í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð og verður uppfærð frekar. Bandaríkin Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Tengdar fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8. október 2025 20:32 Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala. 8. október 2025 06:56 Engan óraði fyrir framhaldinu Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. 7. október 2025 21:00 Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Óbeinar viðræður um frið á Gasa svæðinu hefjast milli Hamas samtakanna og Ísraela í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag. 6. október 2025 07:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Í færslu sem hann birti á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að með þessu eigi að mynda sterkan og varandi frið. Komið verði fram við alla af sanngirni og þakkar hann erindrekum Katar, Egyptalands og Tyrklands fyrir aðkomu þeirra að því að samkomulag hafi náðst. Viðræðurnar fóru fram í Egyptalandi. Færsla Trumps á Truth Social. Samkomulagið er meðal annars sagt fela í sér að Ísraelar sleppi palestínskum föngum úr þeirra haldi, hörfi með hermenn og opni aftur fyrir flæði neyðarhjálpar inn á Gasa. Þetta segir embættismaður frá Katar og segir hann að samkomulagið eigi að leiða til endaloka hernaðar Ísraela á Gasa. Frekari upplýsingar um samkomulagið verði veittar síðar. Í yfirlýsingu frá leiðtogum Hamas kalla þeir eftir því að Trump og aðrir ráðamenn í Mið-Austurlöndum og víðar, tryggi að Ísraelar framfylgi samkomulaginu. Að þeir tefji ekki framkvæmd þess eða fari ekki eftir því sem þeir hafi samþykkt. Þeir segja enn fremur að fórnir Palestínumanna verði ekki til einskis. Fjölmiðlar ytra segja að til standi að skrifa undir samkomulagið á morgun og að lifandi gíslum Hamas verði sleppt á laugardaginn eða á sunnudaginn. Rétti Trump miða um yfirlýsingu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk inn á fund sem Donald Trump, forseti, sat með íhaldssömum áhrifavöldum og blaðamönnum fyrr í kvöld og rétti forsetanum miða. Á mynd sem ljósmyndari náði af miðanum sést að Rubio var að biðja Trump um að gefa grænt ljós á færslu um samkomulag varðandi Gasaströndina væri í höfn. Það þyrfti Trump að gera svo hann gæti verið fyrstur til að tilkynna að samkomulag hafði náðst og það á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Á miðanum stóð að samkomulag væri „mjög nærri“. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með umræddan miða. Þar stendur að Trump þurfi að samþykkja færslu á Truth Social svo hann geti verið fyrstu til að segja frá samkomulagi.AP/Evan Vucci Í kjölfarið svaraði Trump nokkrum spurningum frá blaðamönnum meðan Rubio stóð óþreyjufullur nærri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar Trump stóð upp sagði hann að samkomulag væri nærri en neitaði að fara nánar út í það. „Ég þarf að fara núna, til að reyna að leysa vandamál í Mið-Austurlöndum,“ sagði hann. Secretary of State Marco Rubio whispers in the ear of President Donald Trump after handing him a note about a Middle East deal saying “Very close. We need you to approve a Truth Social post soon so you can announce deal first” pic.twitter.com/ISEJ2RsUOq— Evan Vucci (@evanvucci) October 8, 2025 Viðræður milli leiðtoga Hamas og Ísraela hafa farið fram í Egyptalandi undanfarna daga. Þeim er ætlað að binda enda á hernað Ísraela þar og sagði Trump fyrr í kvöld að hann myndi mögulega fara þangað um helgina. Trump lagði á dögunum fram tillögur að mögulegu friðarsamkomulagi sem samþykktar hafa verið af Ísraelum og nokkrum ríkjum Mið-Austurlanda. Tillögur Trumps voru mjög loðnar þegar kom að mögulegri stofnun ríkis Palestínu og tveggja ríkja lausn. Þær fólu einnig í sér að Hamas-liðar yrðu að leggja niður vopn og að þeir mættu ekki koma að stjórn Gasastrandarinnar í framtíðinni. Hvernig þetta mun líta út í samkomulaginu sem samþykkt var í kvöld á eftir að koma í ljós en hingað til hafa leiðtogar Hamas hafnað öllum kröfum um að leggja niður vopn. Sjá einnig: Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Al Jazeera hefur eftir heimildarmanni sínum í Palestínu að leiðtogar Hamas hafi samþykkt að sleppa öllum gíslum sem eru í þeirra haldi, en ekki líkum sem þeir halda enn. Heimildarmaðurinn segir nokkurn árangur hafa náðst þegar kemur að skiptum á föngum og tryggingum um að Ísraelar hefji stríðið ekki aftur þegar gíslum hefur verið sleppt. Gíslunum verður mögulega sleppt um helgina, samkvæmt heimildum blaðamanns Times of Israel. Hamas will release the remaining living hostages on Saturday, two sources familiar with the negotiations tell The Times of Israel.The deal will be signed tomorrow in Egypt, the sources say. https://t.co/JNWm6okPTt— Jacob Magid (@JacobMagid) October 8, 2025 Palestínskir miðlar birtu fyrr í kvöld myndir af sendinefnd Hamas taka í hendur erindreka frá Katar og Tyrklandi. Myndirnar munu hafa verið teknar í Egyptalandi í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð og verður uppfærð frekar.
Bandaríkin Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Tengdar fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8. október 2025 20:32 Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala. 8. október 2025 06:56 Engan óraði fyrir framhaldinu Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. 7. október 2025 21:00 Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Óbeinar viðræður um frið á Gasa svæðinu hefjast milli Hamas samtakanna og Ísraela í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag. 6. október 2025 07:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
„Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8. október 2025 20:32
Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala. 8. október 2025 06:56
Engan óraði fyrir framhaldinu Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. 7. október 2025 21:00
Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Óbeinar viðræður um frið á Gasa svæðinu hefjast milli Hamas samtakanna og Ísraela í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag. 6. október 2025 07:27