Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. október 2025 10:32 „Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar