Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar 15. október 2025 14:00 Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar