Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2025 19:58 Leikmenn Atletico Madrid og Osasuna stóðu hreyfingarlausir þrátt fyrir að leikur væri formlega farinn af stað EPA/SERGIO PEREZ Allir leikir í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag hófust með táknrænum mótmælum þar sem leikmenn stóðu hreyfingalausir fyrstu 15 sekúndurnar eftir að leikirnir voru flautaðir á. Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira