Arsenal fór illa Atletico í seinni hálf­leik

Gabriel byrjaði markaveislu Arsenal á móti Atletico de Madrid í kvöld.
Gabriel byrjaði markaveislu Arsenal á móti Atletico de Madrid í kvöld. Getty/Alex Pantling

Arsenal vann frábæran 4-0 sigur á spænska liðinu Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Mörkin komu öll í seinni hálfleik.

Arsenal er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni og þeir eru einnig í frábærum málum í Meistaradeildinni.

Arsenal hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og liðið á enn eftir að fá á sig mark. Níu stig af níu mögulegum og markatalan 8-0.

Það var Gabriel tvenna hjá Arsenal í kvöld því nafnarnir skoruðu fyrstu tvö mörk liðsins.

Brasilíski miðvörðurinn Gabriel skoraði fyrsta markið með skalla á 57. mínútu eftir aukaspyrnu frá Declan Rice.

Sjö mínútum síðar kom Gabriel Martinelli Arsenal í 2-0 eftir sendingu frá Myles Lewis-Skelly sem fékk tækifærið í byrjunarliðinu.

Viktor Gyökeres gerði endanlega út um þetta þegar hann kom Arsenal í 3-0 á 67. mínútu með marki af stuttu færi.

Svíinn var ekki hættur því hann skoraði fjórða markið af enn styttra færi á 70. mínútu eftir að Gabriel skallaði hornspyrnu Declan Rice fyrir markið.

Það var lokamark leiksins og frábær sigur Arsenal staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira